Aldursmörk fyrir eldri borgara lækkuð

Stjórn Strætó ákvað á fundi sínum á föstudaginn, 2. febrúar, að færa aldursmörk fyrir eldriborgaraafslátt fyrirtækisins úr 70 árum niður í 67 ár. Breytingin hefur nú þegar tekið gildi. Stök ferð kostar nú 220 krónur, hægt er að greiða fargjaldið með peningum ef fólk er með rétta upphæð, hafa ber í huga að strætisvagnabílstjórar gefa ekki til baka. 20 miða kort fyrir 67 ára og eldri kostar 2.730 krónur eða 136 krónur hver ferð. Árskort kostar 21.700 eða sem nemur 1.808 krónum á mánuði.

Ritstjórn febrúar 6, 2018 07:12