Bláskel með linguinipasta

Þessi uppskrift hljómar afskaplega vel er sumarleg, fersk og ábyggilega mjög góð. Við getum allavega ekki beðið eftir að prófa hana. Uppskriftin er af uppskriftavef ATVR en er þaðan komin frá  frá veitingastaðnum Essensia.

Fyrir 4

800 g fersk bláskel (eða frosin)
400 g gott linguini pasta, ferskt eða þurrkað
4 skalotlaukar, saxaðir
4 hvítlauksrif í þunnum sneiðum
1 búnt steinselja, söxuð
Þurrkaðar chiliflögur eftir smekk
U.þ.b. 300 ml hvítvín
100 g smjör í bitum
1 sítróna, skorin í 6 báta
Ólífuolía
Salt eftir smekk

Aðferð:
Skolið og undirbúið kræklinginn. Verið viss um að skeljar séu lokaðar, tínið frá þær sem eru opnar.
Sjóðið linguini pasta í miklu vatni 1-2 mínútum skemur en segir til á pakkningu.
Svitið laukinn, hvítlaukinn, chiliflögur og 2 sítrónubáta í ólífuolíu við miðlungshita á góðri pönnu/pönnum.
Best er að gera þennan rétt í pönnu fyrir hvern og einn en einnig er hægt að skipta  uppskriftinni í tvennt og laga í tveimur pönnum.

 

Ritstjórn júní 1, 2018 06:45