Er lífið kynlíf eða kynlíf hluti af lífinu?

Bók Áslaugar Kristjánsdóttur kynfræðings svarar þeirri spurningu ekki á afgerandi hátt en hún opnar augu lesenda fyrir því hve mikilvægur hluti þess að skapa nánd í samböndum snýst um kynlíf. Grundvöllurinn að góðu kynlífi er hins vegar að tjá sig, ræða hlutina og vera ófeiminn við að koma eins og maður er. Það er einmitt titillinn á bók Emily Nagoski Ph. D.  um líkamsímyndir, kynlíf og mýturnar sem við viðhöldum varðandi fegurð og náin samskipti. Bók Áslaugar tekur á einmitt þessu sama, um leið og við væntum mikils af kynlífi trúum við að það komi áreynslulaust og sé náttúrulegt ferli sem óþarft sé að leggja rækt við. Lífið er kynlíf er fræðandi bók, umhugsunarverð og það er aldrei of seint að breytast. Kynlíf má stunda ævina á enda og það verður betra með árunum.

Ritstjórn desember 4, 2023 16:49