Erfðaskrá forðar ósætti milli erfingja

Það er gömul saga og ný að þegar erfingjar þurfa að horfast í augu við að skipta eignum getur allt farið í bál og brand. Samrýmdustu systkini hafa orðið ævarandi óvinir og hver vill það? Ekki foreldrar þeirra, svo mikið er víst. Svo skynsamlegast er að vera fyrri til þótt maður sjái ekki fyrir sér að vera að yfirgefa þessa jarðvist strax. Auðvitað ganga allir þá leið að lokum og enginn veit sína ævina og allt það. Ráðstafanir eins og erfðaskrá hafa margsannað gildi sitt í því að koma í veg fyrir ósætti.

Allur vafi er vondur

Reynslan hefur kennt okkur að þegar peningar eru annars vegar  er betra að eyða öllum vafa um eignarhald og að alltaf sé best að hafa slíka samninga skriflega. Linda og Lisa ólust upp á stórri landareign fjölskyldunnar og þegar foreldrar þeirra voru bæði látin kom það í þeirra hlut að ganga frá skiptum á heimili þeirra. Þær þurftu að taka ákvörðun um hvort ætti að selja landið og hvernig þær gætu virt óskir foreldra sinna og hvað ætti að gera varðandi eitt barnabarnið sem hafði búið hjá þeim og var mjög hænt að staðnum.

Giftusamur endir

Systurnar Linda og Lísa voru mjög nánar og höfðu fyrir löngu útbúið áætlun um verkaskiptingu til að öll samskipti við foreldra þeirra héldust góð eftir því sem þau þurftu meiri umönnun. Árangursrík eignaskipting fer mikið eftir því hvað gerist áður en foreldrarnir verða veikir eða vitsmunum þeirra hnignar. Ef systkini voru í góðu samandi áður en til skiptingu eigna kemur eru meiri líkur á stresslausum tíma við skiptingu eigna.

Skipulagning undirstaðan

Allar aðgerðir varðandi skiptingu búa verða árangursríkari með aðkomu utanaðkomandi fagaðila til að hjálpa til við að útlista, miðla og skjalfesta óskir fjölskyldunnar.

Munið að gera skriflegan samning

Ef erfingjar treysta á arf eða ef væntingarnar þeirra eru ólíkar, eykur það hættuna á misklíð og því er mjög mikilvægt að gera skriflegan samning. Lee Hausner er sálfræðingur í Los Angeles og skrifaði bókina An instructional book about handling family assets. Hann mundi eftir tilviki þar sem viðskiptavinir vildu hjálp við að skipta blómlegu fjölskyldufyrirtæki. Á fundi með systkinunum lentu tvö þeirra í slagsmálum út af fótaskemli móður þeirra. Þetta var dæmi um órökrétt viðbrögð erfingja og þetta segir Lee Hausner að sé ekki einsdæmi. Ráðleggingar hans eru því að til að forða árekstri geti verið best að fá utanaðkomandi aðstoð við að selja stórar eignir og skipta hlutum jafnt. Það sé réttlátast og síðan geti systkini skipt hlutum sín á milli. Vegna þess að utanaðkomandi manneskja sá um skiptin sé minni hætta á óánægju.

Þegar upp kemur ósætti þrátt fyrir allt

Jonathan Moran er læknir og þegar móðir hans eltist kom það í hans hlut að sjá um hana. Þremur árum áður en hún dó varð hún Alzheimersjúkdómnum að bráð svo hann neyddist til að flytja hana á elliheimili. “Um leið og hún var komin þangað inn sökuðu systkini mín mig um að taka peninga hennar án þess að láta þau vita,” segir Jonathan. “Þetta gekk svo langt að ég sagði þeim að tala beint við fjármálastofnunina sem sá um eigur hennar. Ég hafði hjálpað og stutt móður okkar á meðan hún var hjálpar þurfi en þegar hún lést og peningarnir voru búnir, sökuðu systkini mín mig um þjófnað. Peningar og dauðir hlutir geta sannarlega dregið fram vondar hliðar í fólki. Ég tala nánast ekkert við systkini mín í dag,” segir Jonathan Moran og saga hans er víti til varnaðar.

(Þýðng af arrp.com)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn maí 27, 2020 12:35