Tengdar greinar

Farsælt fólk

Forvitnilegt var að sjá það sem kom fram á vef Business insider (www.businessinsider.com) um það sem einkennir farsælt fólk. Hér má sjá þessi atriði sem þeir, sem teljast farsælir, eiga sameiginlegt.

Farsælt fólk stjórn­ast ekki af fortíðinni

Við ger­um öll mis­tök ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni. Lyk­ill­inn er að láta þau ekki stjórna sér held­ur læra af þeim. Það er kannski hæg­ara sagt en gert en gald­ur­inn er að búa til tæki­færi úr mis­tök­un­um.

Það slúðrar ekki

Það er erfitt að stand­ast gott slúður en sann­leik­ur­inn er sá að mann­eskjan sem fær­ir þér slúður mun líka slúðra um þig.

Það segir ekki „já“ þegar það meinar „nei“

Það get­ur verið erfitt að segja „nei“ þegar þig lang­ar það en til lengri tíma græðir þú á því að vera hreinskilinn.

Það truflar ekki

Það sýn­ir mikla óvirðingu að trufla annað fólk og tala ofan í það.

Það er aldrei seint (nema af mjög gildri ástæðu)

Þeir sem mæta alltaf of seint telja lík­lega sinn tíma vera mik­il­væg­ari en annarra. Það er okkar val að vera sein/​n eða ekki. Far­sælt fólk byrj­ar dag­inn snemma, und­ir­býr sig vel og finn­ur ekki fyr­ir eins miklu stressi og þeir sem eru alltaf á síðasta snún­ingi.

Það er ekki lang­ræk­ið

Lang­rækni, bit­ur­leiki og af­brýðisemi hef­ur slæm áhrif á þig og eng­an ann­an. Ekki setja alla ork­una þína í eitt­hvað sem þér lík­ar illa við og getur ekki breytt, þú munt sjá eft­ir því á end­an­um.

Það rembist ekki við að passa inn í hóp­inn

Farsælt fólk hef­ur tekið ákvörðun um að vera ná­kvæm­lega sá eða sú sem hann/hún er og reyn­ir ekki að breyta sér til að falla inn í ákveðinn hóp. Þau kaup­a sér ekki ákveðna hluti til að ganga í aug­un á öðrum.

 Það er ekki hrætt við að gera það sem skipt­ir mestu máli

Við erum öll hrædd. Hrædd við að fram­kvæma, hrædd við að mistak­ast, hrædd við hvað öðrum finnst. En við meg­um ekki bíða og leyfa vik­um, mánuðum og árum að líða. Til að finna fyr­ir ham­ingju verðum við að gera það sem skipt­ir okk­ur máli og það sem gleður okk­ur.

Það gerir aldrei ráð fyr­ir að hafa ekki tíma

Finndu út hvað það er sem gleður þig. Okk­ur er öll­um gef­inn jafn mik­ill tími og við ráðum hvernig við verj­um hon­um. Far­sælt fólk nýt­ir sinn tíma vel.

.

Ritstjórn nóvember 17, 2020 09:05