Fljótlega skúffukakan!

Skúffukaka er ein af þessum sem bakaðar voru um helgar til að eiga nú með kaffinu þegar einhver datt inn í kaffi. Nú er tilvalið að baka slíka köku og skera í bita og frysta því kökur eru jú alltaf bestar heitar. Þá er hægt að taka bita úr frystinum og á meðan hún er að hitna í ofninum er kremið útbúið og rjóminn þeyttur og „voila“ allir eru ánægðir, ekki síst gestirnir.

2 stór egg

180 g sykur

270 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

2  msk. kakó

160 g smjör, brætt

1 1/2 dl mjólk

1-2 tsk. vanilludropar

Hitið ofninn í 225°C. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan er orðin ljós og létt. Blandið þurrefnunum saman og sigtið saman við eggjamassann. Blandið smjörinu, mjólkinni og vanilludropunum saman við og hrærið vel saman. Hellið deiginu i smurða ofnskúffu eða sambærilegt form, u.þ.b. 25×35 cm. Bakið kökuna í 8-10 mín. Skerið hana í stóra bita ef þið ætlið að frysta hana en minni bita ef á að bera hana fram strax. Leyfið henni að kólna aðeins áður en kremið er sett ofan á.

Krem:

150 g flórsykur

2 msk. kakó

50 g brætt smjör

4 msk. sterkt kaffi

1-2 tsk. vanilludropar

Sigtið flórsykur og kakó í skál. Bætið öðru hráefni út í og hrærið vel. Smyrjið kreminu á kökuna og sáldrið kókosmjöli ofan á.

Og svo er þeyttan rjóma eða ís alveg bráðnauðsynlegt að bera fram með þessari köku!

Ritstjórn október 24, 2020 12:00