Tengdar greinar

Fljótlegur ferskur forréttur

Laxa carpaccio

Þetta laxacarpaccio er fengi að láni frá matarbloggi Önnu Bjarkar, en það er ótrúlega „lekkert“. Það er líka fallegt á diskinum og bragðið eftir því, þegar vel tekst til. Sjálf segir Anna Björk á síðunni sinni að það sé varla hægt að hugsa sér fljótlegri og ferskari forrétt en þennan, að ekki sé talað um heilsusamlegan.  Þessi uppskrift er miðuð við fjóra og það sem til þarf er:

3 plómu tómatar, eins vel þroskaða og þú færð

1 msk. capers

1 msk. fersk dill, saxað

1/2 kg. nýr lax

1 msk. extra virgin ólívu olía

1 msk. lime safi

Aðferðin

Tómatarninr eru skornir í tvennt og allt tekið innan úr þeim og því hent, kjötið er svo saxað frekar fínt, sett í skál með capers og dilli. Laxinn er skorinn í þunnar sneiðar með beittum hníf með sveigjanlegu blaði. „Mér finnst koma best út að skera hann frá hlið og inná við“, segir Anna Björk sem segir sneiðarnar verða fallegri þannig. Sneiðunum er skipt a 4 diska og hrúga af tómötum er sett ofaná hverja sneið.  Lime safi, olía, salt og pipar er hrist saman í glasi og því dreypt yfir tómatana.  Anna Björk segir  gott að bera fram volgt ciabatta brauð með forréttinum.

Hún segir þetta mjög þægilegan forrétt sem hægt sé að hafa tilbúinn en ósamsettan í ísskápnum (geyma laxinn skoinn á disk, tómata og dill saman í skál og lime og olíu í glasi, setja svo saman á no time!

Hér er linkur á matarblogg Önnu Bjarkar sem er mikil kjarnorkukona. Hún er til að mynda formaður Kvenfélagsins Hringsins sem hélt markað um síðustu helgi. Eins og sjá má á blogginu hennar, er hún einnig listakokkur.

Ritstjórn nóvember 8, 2019 10:28