Frægir á Íslandi fyrr og nú

Gamlar og nýjar myndir sýna hvernig við breytumst frá því að vera ungar og ómótaðar manneskjur í að verða eldri og lífsreyndari. Lífið setur sitt mark á alla en genin leika þar stórt hlutverk þótt góður eða slæmur lífsmáti hafi samt mest að gera með það hvernig við eldumst. Hér eru myndir af nokkrum þjóðþekktum Íslendingum sem gaman er að sjá hvernig hafa elst, en ljóst er að miðað við síðasta þátt, þar sem voru myndir af erlendu frægu fólki, virðast Íslendingarnir eldast betur. Eða er það ekki?

Sólveig Baldursdóttir, blaðamaður Lifðu núna skrifar.

Nýrri myndin af Jóhanni Sigurðarsyni er tekin nýlega en hin frá unglingsárum en hann er fæddur  1956. Af litlu, innfelldu myndinni má sjá að Jóhann hefur ekki breyst mikið frá því hann var smábarn.

 

Á nýrri myndinni er Stefán Jón Hafstein á fjarfundi hjá Sameinuðu þjóðunum í sumar.  Á þeirri eldri er hann ungur útvarpsmaður 1982-3. Stefán er fæddur árið 1955.

 

Nýleg mynd af Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi en hún er fædd 1954. Sú eldri er af henni þar sem verið er að vígja hana til prests 1981.

 

Nýleg mynd tekin af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrir Alþingi en hún er fædd 1965 og svo mynd sem sýnir hana unga móður með frumburðinn Gunnar Ara Kristjánsson, fæddan 1995.

 

Kristbjörg Kjeld er elst í þessum hópi en hún er fædd 1935. Eldri myndin er af henni ungri í einu af hennar frægu hlutverkum.

 

Nýleg mynd af Eyþóri Gunnarssyni en hann er fæddur 1961. Svo er ein af honum þar sem hann er á leiðinni að verða stjarna. Eyþór segist ætla að útskýra vel fyrir barnabörnunum af hverju hann hætti að reykja á sínum tíma.

Ritstjórn janúar 26, 2022 07:00