Frægir fyrr og nú

Eins og sjá má á myndum af fræga fólkinu hefur tíminn farið misvel með, en allir breytast eins og gefur að skilja. Reyndar er ekki mikið að marka sumar myndanna því eins og við vitum láta margir frægir ekki hjá líða að fara í lýtaaðgerðir í þeim tilgangi að má út spor tímans því hann er harður húsbóndi fyrir þá sem hafa lifibrauð af útlitinu. Og svo megum við ekki gleyma tækninni til að breyta myndunum, fjarlægja bauga og hrukkur. En þetta eru einmitt fyrirmyndirnar sem við hin berum okkur saman við og sambanburðurinn verður alltaf okkur í óhag. Við sjáum á myndunum sem fylgja þessari grein að tvær manneskjur skera sig úr, en það eru annars vegar Barack Obama og Shelley Duval. Líklega láta þessar tvær manneskjur sig litlu varða þótt aldurinn sjáist en það sem sorglegra er ef lífið hefur farið hörðum höndum um þau. Forsetatíð Obama hefur augljóslega tekið sinn toll en hann er aðeins 60 ára. Shelley Duvall er fædd 1949 og er því orðin 72 ára gömul og segja má að það sjáist vel. Vonandi er hún ein þeirra sem neitar að gefa eftir fyrir tískuheiminum og kemur til dyranna eins og hún er klædd.

Kathleen Turner er fædd 1954 og er því 67 ára.

Veronica Hamel er fædd 1943 og því 78 ára.

Emilo Estevez er fæddur 1962 og er því 59 ára.

Mr. T. er fæddur 1952 og er því 69 ára.

Madonna er fædd 1958 og er því 63 ára.

Barack Obama er fæddur 1961 og er því 60 ára.

 

Sólveig Baldursdóttir, blaðamaður Lifðu núna skrifar.

Ritstjórn ágúst 24, 2021 09:03