Girnilegur grænmetisréttur

250 g kjúklingabaunir eða 2 dósir niðursoðnar

1/2 laukur

6 hvítlauksrif

2 tsk. kóríanderduft

2 tsk. kummin

1-2 msk. steinselja, söxuð

safi úr 1/2 sítrónu

1 egg

nýmalaður pipar

salt

2 msk. hveiti eða heilhveiti

olía til djúpsteikingar

Leggið baunirnar í bleyti daginn áður en á að nota þær ef notaðar eru ósoðnar baunir. Hellið vatninu af þeim og skolið og látið í pott. Látið nýtt vatn í pottinn, u.þ.b. 2 sm af vatninu fljóta yfir. Sjóðið í 20 mínútur. Hellið baununum þá í sigti og geymið soðið af þeim. Setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt lauk og hvítlauk og látið vélina ganga þar til allt er orðið að grófgerðu mauki. Kryddið með kóríander, kummini, steinselju, sítrónusafa, salti og pipar. Hrærið síðan egginu og hveitinu saman við og vætið í með soðinu af baununum eftir þörfum.  Deigið á að vera svo þykkt að auðvelt sé að móta úr því kúlur með hveitistráðum höndum. Hitið olíuna í potti eða pönnu og steikið kúlurnar þar til þær eru dökkgullinbrúnar á öllum hliðum. Snúið þeim oft á meðan svo þær teikist afnt. Berið fram heitar með jógúrtsósu og góðu salati.

Ritstjórn nóvember 6, 2022 13:29