Grillað lambafilé með sítrónu- og karpes olíu

Veðrið hefur leikið við íbúa á höfuðborgarsvæðinu og víðar síðustu daga. Margir eru búnir að draga fram grillið enda fátt skemmtilegra en vera úti á svölum eða úti í garði og grilla.  Þessa uppskrift að lambafile prófuðum við í vikunni og hún vakti mikla lukku. Uppskriftina fundum við á vef Hagkaups og deilum henni hér með.

150 ml ólífuolía
3 stk hvítlauksrif, pressuð
2 msk sæt chili sósa (sweet chili sauce)
1 stk rauð paprika, skorin í grófa bita
1 stk gul paprika, skorin í grófa bita
2 stk kúrbítar, skornir í 1 cm þykkar sneiðar
2 stk eggaldin, skorin í 1 cm þykkar sneiðar
salt og nýmalaður pipar
7–800 g lambafilé

Sítrónu- og kapers-olía:
1 tsk rifinn sítrónubörkur
1 stk hvítlauksrif
100 ml ólífuolía
1 tsk kapers
salt og nýmalaður pipar

Blandið ólífuolíu, hvítlauk og chili sósu saman í skál, blandið grænmetinu út í og látið liggja í 20-30 mínútur. Grillið grænmetið í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið lambakjötið með salti og pipar og grillið við meðalhita í 4 mínútur á hvorri hlið. Berið kjötið fram með græn­metinu og sítrónu- og kapers-olíunni.
Setjið sítrónubörk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Látið ólífuolíuna renna smám saman út í án þess að stöðva matvinnsluvélina. Kryddið með salti og pipar og handhrærið kapersinum út í.

 

 

Ritstjórn maí 31, 2019 09:08