Hárbrúskar í andliti og út úr eyrunum

Hárvöxtur í andliti og víðar getur aukist með aldrinum hjá bæði konum og körlum. Margir kannast við það og þessi hárvöxtur er því miður ekki alltaf til mikillar prýði. Konur fá stundum hárvöxt sem líkist skeggi og jafnvel barta, en augabrúnir karla eiga það til að verða miklar og loðnar, jafnvel liðaðar. Þá geta hárbrúskar farið að vaxa, bæði út úr nösum og eyrum fólks.

Bryndís Alma Gunnarsdóttir

Bryndís Alma Gunnarsdóttir

Hárin koma aftur og aftur

Bryndís Alma Gunnarsdóttir hjá Húðfegrun segir erfitt að segja til um hvað valdi þessum óskemmtilega hárvexti, en þættir eins og gen, hormónabreytingar og kynþáttur geti haft áhrif. Margir eru duglegir við að plokka þessi hár og klippa með sérstökum klippum sem hægt er að fá í apóteki. Gallinn er bara sá að þau koma aftur og aftur.

Hægt að fjarlægja hárvöxt með laser tækni

Bryndís Alma og samstarfskonur hennar hjá Húðfegrun bjóða hins vegar uppá varanlega háreyðingu sem er gerð í þeim tilgangi að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á líkamanum. Meðferðin er framkvæmd með lasertæki sem hitar hársekkinn upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi.

Hluti háranna kemur aldrei aftur

Bryndís Alma segir að miklar framfarir hafa orðið í tækni til varanlegrar háreyðingar og nýjasta hátækni lasertækið sé með innbyggðri kælingu þannig að viðkomandi finni hvorki fyrir hita né sársauka. „Hluti háranna fer í upphafi og kemur aldrei aftur“, segir hún. „Einnig hægir meðferðin á þeim hárum sem eftir verða – en við getum áfram myndað ný hár“.

Þarf að fara í 10 skipti

Þó ekki sé hægt að ábyrgjast að öll hár hverfi við lasermeðferðina, eru ugglaust ýmsir tilbúnir til að prófa þessa aðferð við að losna við leiðinlegan hárvöxt. Lengd meðferðar fer svo eftir því hversu mikill hárvöxturinn er, hversu gróft og þétt hárið er og háralit. „Það er algent að það þurfi að lágmarki sex til tíu skipti í lasermeðferðinni til að ná góðum árangri“, segir Bryndís Alma. Nánari uppýsingar um Húðfegrun má sjá hér.

 

 

 

 

Ritstjórn janúar 6, 2016 13:10