Tengdar greinar

Kynning

Hollur kostur gegn þreytu

Fæðubótarefni og orkudrykkir eru hluti af lífsstíl nútímafólks. Margir orkudrykkirnir innihalda hins vegar mikið magn koffíns, sykurs, gervisætuefna og litarefna.  Fæðubótarefni geta verið misjöfn af gæðum eftir framleiðendum. Það gildir því um þetta, eins og aðra vöru, að velja af kostgæfni það sem þú neytir. Unbroken er hágæða næring, freyðitöflur sem eru leystar upp í vatni og gefa hraðvirka næringu, orku og þann vökva sem líkaminn þarfnast. Erla Guðmundsdóttir íþróttafræðingur, íþróttakennari og heilsumarkþjálfi var spurð út í kosti þeirrar vöru.

Hvað er Unbroken?

„Unbroken er náttúruleg orka í freyðitöflu unnin úr vatnsrofnum laxapróteinum sem er í raun ofurfæða með tuttugu og fimm mismunandi amínósýrum, sem eru í frjálsu formi (stakar) og með stutt peptíð, m.a. allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, 9EAA og BCAA, og mikilvæg vítamín, steinefni og sölt, hátt hlutfall af B12-vítamíni, sinki og seleníum.“

Drykkurinn er mjög vinsæll meðal fólks sem stundar mikla hreyfingu, enda tryggir það að fólk jafni sig hraðar eftir erfiðar æfingar og sé tilbúið í átök að nýju fyrr en ella, það hentar einnig fyrir almenna vellíðan þar sem Unbroken styrkir ónæmiskerfið og veitir náttúrulega orku.  Að hvaða leyti sker Unbroken sig frá orkudrykkjum?

„Unbroken inniheldur hvorki sætuefni né koffín,“ segir hún. „Þetta er náttúrulegt og það er alltaf best fyrir líkama okkar. Í mörgum af þessum orkudrykkjum sem hægt er að kaupa í dósum eru rotvarnarefni, litarefni, sætuefni, bragðefni, gervisæta eða koffín. Unbroken hentar mér rosalega vel því það virkar hratt. Líkamann eyðir þá ( taka út) litlum tíma og orku í að melta þetta því það formelt eða vatnsrofið og gerir þér kleift að hefja endurheimt á aðeins nokkrum mínútum eftir inntöku Unbroken. Þú getur verið að jafna þig þegar líkaminn er undir álagi. Ég er frekar duglegri að muna að drekka nóg vatn þegar ég fæ mér Unbroken freyðitöflu leyst upp í vatni.“

Styður við vökvabúskap líkamans

En er nauðsynlegt fyrir okkur að drekka í okkur orku á þennan hátt?

„Ef fólk borðar hollan mat og tryggir að það fái góða orku úr fæðunni er þetta ekki lífsnauðsynlegt en fyrir fólk sem nær ekki að borða nóg af einhverjum ástæðum, á erfitt með meltingu og upptöku næringar eða þá sem eru undir miklu álagi, eins og íþróttafólk, er gott að taka inn fæðubót af þessu tagi.

Ég nota þetta sjálf og sérstaklega þegar ég æfi mikið. Þegar maður fer að eldast, en ég verð fjörutíu og fjögurra ára bráðum er endurheimtin ekki eins góð og hún var.“

Ertu mikið í íþróttum?

„Ég stunda Crossfit og hef keppt í því. Það mætti segja að ég væri íþróttaálfur. Það sem ég elska við Unbroken er að það gefur mér aukna orku án koffíns. Svo skemmir ekki fyrir að Unbroken hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið af því það inniheldur mikið magn af B12-vítamín, sink og seleníum. Ég tek alltaf eina töflu meðan ég er á æfingum og stundum á eftir. Ég er að kenna ungbarnasund og er ofan í lauginni í fimm tíma. Ég finn þá virkilega fyrir því að ég þarf að hafa Unbroken á bakkanum vegna þess að þetta er svo langur tími.

Það sem ég elska við Unbroken er að það gefur mér aukna orku án koffíns. Ég drekk eina töflu af Unbroken í vatni á meðan ég er á morgunæfingu og stundum aðra eftir æfingu líka. Þegar ég var að æfa sem mest fyrir um 2-3 árum fann ég gríðarlega mikinn mun á endurheimt og orku á milli æfinga. Í dag tek ég Unbroken fyrir almenna heilsu og vellíðan og ég tek meira ef ég upplifi orkuleysi eða ef það er mikið álag á mér,“ segir Erla að lokum en hún heldur úti heilsuhlaðvarpi á slóðinni:  https://medlifidilukunum.buzzsprout.com

Vegna þess að Unbroken inniheldur sölt og steinefni styður það mjög vel við vökvabúskap líkamans og hentar því sérlega vel ef fólk er óöruggt um að það sé að drekka nóg yfir daginn. Það er hressandi, frískandi og endurnærandi enda er slagorðið þeirra, Drekka Næra Endurnýja. Töflurnar eru vottaðar af Informed Sport® en það er gæðavottun sem tryggir að varan innihaldi engin ólögleg efni.

Ritstjórn mars 13, 2024 09:24