Kalli Sighvats

Um helgina verða í Eldborgarsal Hörpu minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson organista og tónskáld, þar sem fjölmargir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram. Meðal þeirra sem stíga á svið, er hljómsveitin Flowers, sem hefur ekki komið saman 15-16 ár. Karl Sighvatsson var aðeins fertugur að aldri þegar hann féll frá árið 1991. Þeir sem nú eru komnir yfir miðjan aldur minnast hans á tónleikum með Flowers, Trúbroti og fleiri hljómsveitum fyrir margt löngu. Hvað unga fólkið dáðist að honum. Kalli Sighvats sögðu menn, þótt þeir þekktu hann ekki perónulega. Hann var tákn nýrra tíma og nýrrar tónlistar og það var mikill sjónvarsviptir af honum þegar hann féll frá svona ungur, en hann lést í bílslysi við Hellisheiði.  Með því að smella hér er hægt að heyra nýlegan þátt Óla Palla í Ríkisútvarpinu þar sem rætt er við Sigurjón Sighvatsson bróður Kalla og spiluð tónlist sem tengist þeim. Hér fyrir neðan má svo sjá frábærar myndir af Kalla, sem Kristinn Benediktsson tók.

Ritstjórn september 11, 2014 15:23