Kartöflusmælki í haustbúningi

Þessi meðlætisréttur er skotheldur og kemur á óvart, jafnvel þegar miklir matmenn eru í boðinu.

15 kartöflusmælki

1 dl olía

1 tsk. chiliduft

1 tsk. karrí

1 tsk. reykt paprika, má vera venjuleg

1 chilialdin, skorið smátt, með fræjum

1/2 rauðlaukur, smátt skorinn

2 hvítlauksrif, skorin smátt

1 búnt kóríander, smátt skorið og líka stilkarnir

Blandið kryddinu saman við olíuna. Sjóðið kartöflusmælkin í 5 mínútur og hellið vatninu af þeim. Skerið smælkin í tvennt og setjið kartöflurnar saman við olíuna. Látið standa í smá tíma og hitið á meðan pönnu. Hellið smælkjunum og olíunni á heita pönnuna og steikið í 10 mínútur eða þar til kartöflurnar hafa brúnast svolítið. Setjið þá smátt skorið chilialdinið út í og svo rauðlaukinn og steikið saman og svo hvítlaukinn og blandið öllu vel saman. Gætið þess að hvítlaukurinn brenni ekki því þá verður hann rammur. Blandið að síðustu kóríanderlaufunum saman við og látið hitna vel. Takið af pönnunni og berið fram með grilluðum kjúklingabringum eða steiktum fiski.

Ritstjórn september 3, 2021 15:26