Bragðmikið lambalæri með nýstárlegu meðlæti

Grillað lambalæri á indverskum nótum

1 lítið lambalæri

3 hvítlauksgeirar

1 tsk. tímían

1 tsk. kummin

2 tsk. kóríanderfræ, grófsteyt

1 tsk. piparkorn

2 tsk. flögusalt

1/2 tsk. chilikrydd

3 msk. olía

 

Allt hrært saman og siðan makað á lærið. Látið standa í 2 klst. áður en lærið er sett í ofn á 120°C í 4 klst.

 

Karrísósa

 

1 tsk. olía

1 lítill rauðlaukur, saxaður

1 kúfuð msk. gult karrímauk

1 dós (400 ml) kókosmjólk eða matreiðslurjómi

pipar

salt

 

Kúskúsalat

Bragðmikið kúskús, t.d. til búið í pakka Patak´s, lagt í bleyti og svo hrært upp með olíu.

1 paprika, smátt skorin

1 gulrót, sneidd í þunnar lengjur

1 rauðlaukur, smátt skorinn

1 hvítlauksrif, marið

1 mangó, skorið í bita

100 g möndluflögur, þurrristaðar

salt og pipar

 

Allt látið meyrna í olíu í smá stund. Blandið öllu saman við kúskúsið.

Þessi salatréttur er léttur og tilvalinn sem meðlæti með lambalærinu en getur líka staðið einn og sér sem létt máltíð með t.d. naan brauði. Þá má bæta við fleiri grænmetistegundum eins og t.d. tómötum og agúrkum.

 

Fallegir litir grænkálsins og nýrnabaunanna fara sérlega vel saman í þessu salati.

Grænkál með nýrnabaunum

 

Rauði og græni liturinn eru sérlega fallegir saman í þessum meðlætisrétti.

nokkur grænkálsblöð

1 msk. smjör

1 dós nýrnabaunir

salt og pipar

 

Skerið grænkálsblöðin niður í bita og látið þá krauma í smjörinu á lágum hita í 20 mín. Kryddið með salti og pipar og látið nýrnabaunirnar hitna með.

 

 

 

 

 

Ritstjórn október 13, 2017 13:41