Tengdar greinar

Kóríanderdraumur

Eftir því sem á ævina líður segja margir að matarsmekkurinn breytist og þeir aðhyllist einfaldari matargerð. Það er einstaklingsbundið og  einfaldari matargerð er oft bara betri. Galdurinn við þennan rétt er kóríandermauk sem borið er fram með kjúklingnum, hreint út sagt unaðslegt meðlæti og leikur líka hlutverk sósu sem mörgum þykir ómissandi, sér í lagi ef kjúklingabringur eru valdar en þær geta geta þornað við steikingu. Margir velja úrbeinuð kjúklingalæri frekar en kjötið af þeim er bragðmeira. Svo má líka langelda kjúkling í ofni, setja heilan kjúkling í ofnskúffu, nudda hann með olíu salti og pipar og steikja við 140°C í 3-4 tíma eða þar til kjarnhiti nær 82-84 gráðum. Þannig verður kjötið mjög meirt og gott og af því kjötið eldast á beininu þá verður það bragðmeira. Svo er kóríandermaukið og olían sem borið er fram með svo bragðmikið að það dugar sem krydd.

Kóríandermauk:

1 chilialdin, saxað smátt með fræjunum

30 g kóríander (fæst í pokum), saxað

2 hvítlauksrif, marin

ólífuolía

Hitið olíuna í potti og steikið saxað chilialdinið í 2 mín. Bætið söxuðu kóríander og hvítlauknum saman við og bætið olíu í. Látið þetta malla við vægan hita í 15 mínútur. Þá verður olían búin að taka bragðið úr fersku hráefninu og verður unaðslegt meðlæti með kjúklingnum.

Verið búin að skera sæta kartöflu í teninga og hita í ofni við 190°C í 20 mín.

Skerið brokkólístilka til helminga og steikið á pönnu. Þannig verður brokkólíið stökt og bragðgott. Verið búin að þurrsteikja pecan hnetur á pönnu og látið saman við brokkólíið.

Berið kóríandermaukið, sætu kartöflubitana og brokkólíið fram með kjúklingakjöti. Kóríandermaukið fer líka vel með fiski.

 

Ritstjórn apríl 23, 2021 13:20