Kostar ekkert að fá grillið sent heim

Það færist í vöxt að fólk kaupi hluti í gegnum netið og Heimkaup.is sem er stærsta vefverslun á Íslandi býður nú 15 þúsund vörutegundir sem hægt er að kaupa í gegnum netið, eða bara bara með því að hringja í síma 550 2700. Ef keypt er fyrir 4000 krónur eða meira, eru vörurnar sendar heim, fólki að kostnaðarlausu. Það getur komið sér vel fyrir marga.

Það eru breyttir tímar í verslunarháttum hér sem annars staðar

Það eru breyttir tímar í verslunarháttum hér sem annars staðar

Grill, reiðhjól og sjónvörp

Friðrik Kristjánsson markaðsstjóri

Friðrik Kristjánsson markaðsstjóri

Friðrik Kristjánsson markaðsstjóri hjá Heimkaup.is segir að það fari eftir árstíðum hvað fólk kaupir mest, en þessa dagana selst mest af grillum, reiðhjólum, sjónvörpum og heilsuvörum ýmiss konar. Það er líka mikið úrval af gjafavöru á Heimkaup.is , svo sem bækur og geisladiskar. Þá selur Heimkaup.is fersk blóm, flotta vendi og rósir í stykkjatali. Margir kippa með einni rós ef þeir eru til dæmis að kaupa gjöf.

Þægilegt fyrir þá sem eru hættir að keyra

Friðrik segir að fólk á öllum aldri skipti við fyrirtækið, en það færist í vöxt að fólk sem komið er yfir sextugt versli á Heimkaup.is. „Við erum með viðskiptavini sem eru komnir upp undir nírætt“, segir hann. „Sumir í þessum hópi eru hættir að keyra og þá er auðvitað afskaplega þægilegt að geta fengið vörurnar sendar heim“.

Fá vörurnar samdægurs

Fólki stendur til boða ýmiss konar þjónusta hjá Heimkaup.is og það hefur til að mynda verið vinsælt að nýta sér fría samsetningu á grillum. Vörunum er ekið heim samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar við sendum út á land, nýtum við okkur þjónustu Póstsins og í 90% tilvika er pakkinn kominn í hendur viðskiptavinarins daginn eftir“, segir Friðrik. Hann segir að viðskiptavinirnir á landsbyggðinni séu fjölmargir og það sé helst vöruúrvalið og þjónustan sem þeir sækist eftir.

 

Ritstjórn júní 25, 2015 11:17