Tengdar greinar

Kostirnir við að sofa í sitt hvoru herberginu

Getur það haft einhverja kosti að ákveða að sofa aleinn í herbergi? Greinarhöfundur á vefnum Sixtyandme, svarar þessari spurningu játandi og segist ekki sérstalega góður í að sofa í rúmi með öðrum. Hann  hreyfi sig fram og tilbaka í svefni og þurfi mikið pláss, já  helst allt rúmið!  Hún, það er kona sem skrifar, brölti nefnilega í svefni og andvarpi og er sagt að stundum hrjóti hún meira að segja ógurlega.

Hana dreymi mikið og vakni snemma, stundum vakni hún líka á næturnar. Hún velti vöngum yfir alheiminum og fái stundum sínar bestu hugmyndir við að horfa á dimma nóttina út um gluggann. Þá vilji hún kannski skokka yfir í vinnuherbergið sitt og mála…eða skrifa. Hún horfi kannski  á kvöldþátt í sjónvarpinu og stundum á kvikmyndir sem eru sýndar seint.

Hún segist hafa verið vön því að hafa að minnsta kosti fjórar bækur við hliðina á sér í rúminu og New York Times. En það sé minna dót í rúminu hennar eftir að hún fór að lesa flest á Kindle. Stundum verði henni kalt og þá finnist henni gott að vefja um sig sænginni og þurfa ekki að togast á um hana við aðra manneskju í rúminu. Svo verði henni heitt og þá vilji hún geta sett loftkælinguna á fullt. „ Einu köldu fæturnir sem ég þoli í rúminu mínu eru mínir eigin fætur“  segir hún,

Litlir næturgestir trufla svefninn

Það hafði líklega áhrif á þá sannfæringu mína að það væri gott að sofa aleinn í herbergi að ég var árum saman ófrísk og þurfti að laga mig að ungbörnum og gefa brjóst á næturnar. Að skipta á bleyjum, svæfa börn – og segja sögur til að róa lítinn stubb sem hafði klifrað upp í rúm til mömmu af því hann dreymdi illa, höfðu sín áhrif og alls kyns barnasjúkdómar sem gerðu að verkum að það var gott að skríða uppí hjá pabba og mömmu og kúra þar í hlýjunni, segir greinarhöfundurinn.

Hún segir að stundum, þegar rúmið var orðið krökkt af fólki, hafi hún átt það til að taka koddann sinn og teppið og læðast með það í næsta herbergi. Þá hafi maðurinn hennar, barnið og jafnvel hundur fjölskyldunnar geta haldið áfram að sofa og haft allt rúmið útaf fyrir sig.

Aðstæðuur hennar hafa nú breyst og hún sefur núna ein í herbergi. Hún er orðin ekkja með fjögur uppkomin börn og enn fleiri barnabörn sem búa ýmist í útlöndum eða öðrum fylkjum. Hún segir að rúmið sitt sé besti og þægilegasti munurinn í öllu húsinu. Henni finnst ákaflega skemmtilegt að fá börnin og barnabörnin í heimsókn, en þau  viti öll að það megi koma í heimókn og jafnvel horfa á sjónvarpið í herberginu hennar, en þegar hún fari að sofa vilji hún vera ein útaf fyrir sig. Það sé alveg á hreinu.

Ólíkar svefnvenjur

Hún segist minnast þess þegar hún horfði á gamlar enskar kvikmyndir hér áður fyrr að þegar hjónafólk fór að sofa, hafi það farið til sinna sérherbergja. Það þótti henni einstaklega kuldalegt, jafnvel ástlaust og alls ekki sexy. En með árunum sjái hún að þetta sé hreint ekki svo galið.

Hún lýsir því hvernig hún og eiginmaðurinn hafi haft ólíkar svefnvenjur. Hann hafi viljað fara að sofa langt á undan henni, á meðan hún vildi vera í tölvunni og lesa í rúminu áður en hún fór að sofa, sem hann hafði enga þörf fyrir. Þá hafi hún stundum viljað fara að vinna, þegar hún fékk góða hugmynd um miðja nótt. Og þegar hann svo hraut truflaði það hennar svefn.

Hún ákvað þá að yfirgefa ekki hjónarúmið algerlega til að bæta úr þessu, en innréttaði annað herbergi í húsinu fyrir sig og þar var rúm sem hún gat notað, ef henni gekk illa að sofa í hjónaherberginu. Þetta var meðvituð ákvörðun og ekkert leyndarmál, enda fannst henni ekkert vandræðalegt við þetta fyrirkomulag. Þetta var ágætislausn og henni fannst fínt að geta dregið sig inn í sitt eigið herbergi þegar nauðsyn krafði. „Svefn er alltaf mikilvægur en með aldrinum verður hann alveg lífsnauðsynlegur“.

Útilokar ekki kynlíf að sofa í sitt hvoru herbergi

Margir velta því ugglaust fyrir sér, hvernig það verði með kynslífið ef hjón sofa í sitthvoru herberginu, en í greininni segir að það megi aldrei leiða til þess að fólk hætti að lifa kynlífi. Þvert á móti. Það geti verið miklu meira spennandi að eiga elskhuga í næsta herbergi, en að hafa einhvern hjá sér í rúminu alltaf og sem manni finnist jafnvel stundum vera fyrir.  Að heimsækja elskhugann, eða fá hann í heimsókn til sín hefur alltaf verið æsandi og greinarhöfundur segir að hún vilji það miklu heldur, en búa við kynlíf sem fer eingöngu fram af því fólk sefur alltaf  í sama rúmi og þannig sé litið svo á, að það sé alltaf til í tuskið. Það hafi aldrei virkað æsandi á sig, að sjá bert hold við hliðna á sér í rúminu. Hennar reynsla sé, að sofi fólk í sitt hvoru hverberginu útheimti það mun ákveðnari nálgun ef fólk vilji stunda kynlíf.

Vaninn skapar rútínu í kynlífiu – og við vitum öll hversu spennandi það getur orðið, segir höfundurinn. Henni finnst gott að kúra hjá maka eða félaga, en stundum gangi það ekki upp ef ætlunin er líka að sofa. Hún velji algera einangrun þegar svefninn er annars vegar.

Að lokum segir hún að Bretar séu greinilega mun praktískari og meira sexy en hún hélt. Þeir væru þeir einu sem hefði dottið þessi frábæra lausn í hug. „Þegar ég horfi á þessar myndir núna, skil ég hvað það er í raun sexy að fara inní sitt eigð herbergi til að hvílast og eiga kannski von á spennandi heimsókn frá einhverjum sem hefur meira en bara svefn í huga“.

Ritstjórn september 28, 2023 11:42