Tengdar greinar

Kvikmyndin The Post komin til landsins

Kvikmynd Steven Spielbergs,The Post, verður sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á næstunni. Hún fjallar um átök vegna birtingar Pentagon skjalanna svokölluðu í stórblaðinu Washington Post á sjöunda áratug síðustu aldar. Meryl Streep leikur annað aðalhlutverkanna í myndinni, Katharine Graham útgefanda blaðsins, en hún var fyrsta konan sem gegndi starfi blaðaútgefanda í Bandaríkjunum.

Hin raunverulegu Katharine Graham og Ben Bradlee

Katharine var talin ein áhrifamesta kona Bandaríkjanna þegar hún var útgefandi Washington Post, en faðir hennar stofnaði blaðið á sínum tíma. Það var tengdasonur hans og eiginmaður Katharine sem tók við stjórn blaðsins af honum, en hann átti við geðræn vandamál að stríða og stytti sér að lokum aldur. Katharine vantreysti sér í byrjun að takast á við það verkefni að stjórna Washington Post og ýmsir karlmenn í kringum hana létu ekki sitt eftir liggja að láta hana heyra að hún væri afleitur stjórnandi.

En Katharine átti eftir að láta til sín taka, þvert á það sem ýmsir karlar töldu, og stýra blaðinu í gegnum ýmsa brimskafla og í þessari mynd The Post, er greint frá átökum sem urðu vegna birtingar Pentagon skjalanna svokölluðu, en það voru trúnaðarskjöl um aðkomu bandarískra stjórnvalda að Vietnam stríðinu. Myndin hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og trónar meðal annars efst á lista Times tímaritsins yfir bestu myndir ársins 2017. Meril Streep fer með hlutverk Katharine í myndinni, en Tom Hanks leikur Ben Bradlee aðalritstjóra blaðsins. Þau hafa verið rómuð fyrir frammistöðu sína í The Post og einnig leikarinn Bob Odenkirk sem fer með aukahlutverk í myndinni.

Sýnishorn úr myndinni:

 

Ritstjórn janúar 19, 2018 08:32