Tengdar greinar

Lambamedalíur sælkerans

Lambalund elduð á nýstárlegan hátt

Fyrir 4

4 lamblundir, skornar í þrjá bita og hverjum bita stillt upp á skurðflötinn og hann flattur út svo úr verði lambamedalíur

Rósmarínmauk:

1 tsk. púðursykur

2 greinar af fersku rósmaríni, nálarnar saxaðar smátt

1 tsk. svartur pipar, salt ef vill

Blandið nálunum saman við púðursykurinn, piparnum og salti ef vill

Steikið lambamedalíurnar í vel heitri pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Takið af pönnunni og makið rósmarínmaukinu á medalíurnar. Steikið áfram á vel heitri pönnunni í 1 mín. í viðbót á hvorri hlið. Þannig verður kjötið fallega meðalsteikt og því falleg skorpa.

Meðlæti: Fylltir kartöfluhelmingar

8 kartöflur, meðalstórar

2 msk. sýrður rjómi

100 g parmesan ostur, rifinn

1 tsk. malaður pipar (og salt ef vill)

Setjið kartöflurnar í eldfast fat og hellið svolítilli olíu yfir þær. Dreifið  tsk. af maldon salti yfir. Bakið í 25 mín. eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Skerið þær í tvennt og skafið innan úr hýðinu og setjið í skál og stillið hýðinu aftur í fatið. Blandið sýrða rjómanum og rifna parmesanostinum og piparnum saman við og hrærið öllu saman. Setjið maukið síðan ofan í hýðið aftur og bakið í 5 mín. í ofni.

 

Chili- og hvítlauksolía með ólífum

4 fersk chilialdin sneidd og fræin höfð með, þannig verður olían bragðsterkari

4 heil hvítlauksrif í sneiðum

15 svartar steinalausar ólífur

100 g smjör

Látið chili með fræjum malla í 3. msk. af olíu í 15 mín. Bætið hvítlaukssneiðunum saman við og látið malla áfram í 5 mín. Gætið þess að hvítlaukurinn brenni ekki því þá verður hann rammur.

Blandið ólífunum saman við og látið malla áfram og bætið smjörinu saman við. Úr þessu verður geysilga góð kryddolía sem er mjög ljúffeng með kjötinu.

 

Berið klettakál fram með þessum rétti. Verði ykkur að góðu!

 

Ritstjórn nóvember 3, 2017 09:37