Tengdar greinar

Lifir sambandið eftirlaunaárin af?

Margir, sérstaklega konur, hafa skrifað um það hversu erfitt það getur verið fyrir hjón eða sambúðarfólk þegar það fer á eftirlaun, að vera saman heilu dagana og sólarhringana – alltaf. Við rákumst á grein á erlendri vefsíðu sem kona nokkur að nafni Anne Crowther skrifaði um þetta efni.  Hún sem er blaðamaður gerir að umfjöllunarefni ráðleggingar fagfólks til eldri hjóna, hvernig þau eigi að lifa af í félagsskap hvors annars á eftirlaunaaldrinum. Þær snúist iðulega um að fólk eigi að gera margt saman og njóta félagssskaparins.

Það hljómar pínu skringilega í mínum eyrum, segir greinarhöfundurinn sem lýsir sinni upplifun af því hvernig það er að búa með manninum sínum eftir að börnin eru orðin fullorðin og farin að heiman.  Hún er blaðamaður og rifjar upp hvað henni þótti það sætt þegar hún tók viðtöl við eldri hjón sem voru að halda uppá gull-  eða demantsbrúðkaup. Þau ráðlögðu giftu fólki undantekningalaust, að fara aldrei að sofa nema vera búin að leysa ágreiningsmál dagsins áður.

Með tímanum kom í ljós að þessar ráðleggingar voru ekki sérstaklega góðar, hvað mig varðandi. Kannski er ég svona viðkvæm, því ég hef oft farið að sofa útgrátin eftir rifrildi við manninn minn og ekki getað talað við hann í marga daga á eftir.

Þannig að núna þegar eftrirlaunaaldurinn er að bresta á hjá mér og eiginmanninum ásamt 46 ára brúðkaupsafmæli, hef ég skoðað það gaumgæfilega hvernig við eigum að halda áfram að standa saman í lífinu.

Mismunandi störf og mismunandi vinir

Við höfum alltaf verið í mismunandi störfum og þar af leiðandi átt sitt hvorn vinahópinn af gömlum vinnufélögum.  Ég er enn að hitta fyrrum starfsfélaga mína og ég hitti líka ennþá mömmuklúbbinn sem ég var í þegar börnin mín voru lítil.

Við höfum samt líka átt sameiginlega vini – stundum nágranna og stundum vini sem hafa átt maka sem hafa smollið saman við okkur hjónin. Við höfum í gegnum tíðina farið út að borða með þessu fólki og í ferðalög.

Þegar ég horfi í kringum mig á vini mína, sem eru núna á sextugs- og sjötugsaldri og búnir að vera í hjónabandi árum saman eins og við. Sumir eru að vísu í annarri umferð, en eru samt búnir að vera saman í rúm 30 ár. Það er líka í hópnum fráskilið fólk sem nýtur frelsins sem það öðlaðist við skilnaðinn

Það er eitt sem hefur gert okkur kleift að halda út í svona löngum samböndum, en það er að við erum allar sjálfstæðar konur, þótt við séum í hjónaböndum. Fyrir mig hefur þetta mest að segja um hvað ég er ánægð eftir öll þessi ári.

Við höfum aldrei verið undir hælnum á eiginmönnum okkar, alltaf haft eigin tekjur og eigin vini, þannig að við þurfum ekki að óttast það á eftirlaunaárunum að festast heima með makanum. Við eigum bæði vini sem við getur haldilð áfram að hitta og stunda áhugamál utan heimlisins.

Að vera saman

Það þýðir ekki að við gerum ekkert saman. Það er alltaf gott að vera saman í sumarleyfum og á öðrum frídögum. Það skapar ágætis tækifæri til að  hressa uppá sambandið, fjarri hversdagslegu amsrti. Þá gefst tími til að ræða saman og rifja upp ánægjulegar minningar.

Tímarnir hafa náttúrulega breyst. Það fór að draga úr fyrsta ásstarblossanum þegar alvara lífsins tók við, stress í vinnunni, afborganir af lánum og gleði og sorgir fjölskyldulífsins og seinna veikindi og slys.

Álagið við að missa vini og foreldra, tómleikinn þegar börnin fluttu burt, allt hefur þetta tekið sinn toll af sambandi okkar.

Fleiri og fleiri pör skilja

Ef horft er á tölfræði bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá er ljóst að skilnaðir fólks sem er komið yfir fimmtugt, færast í vöxt.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að þar sem við lifum lengur, ákveði  margar konur að þær vilji öðlast frelsi aftur, eftir að hafa  sinnt manni og börnum í mörg ár. Þær vilja einfaldlega öðlast meira sjálfstæði á efri árum.

Það er mikið hugrekki að gera það, en ástæðurnar fyrir því að þetta er hægt, er að eldri kynslóðin er nokkuð vel sett fjárhagslega, konurnar lifa lengur og það fylgir því ekki lengur skömm að skilja við makann sinn.  Það eru yfirleitt ekki karlar sem eiga frumkvæði að skilnaði á efri árum. Kannanir hafa sýnt að þeir eru líklegri til að halda út í hjónaböndum sem eru í raun búin.

Besti tími lífsins

Það hefur verið sagt að árin milli 60 og 70 ára, séu besti tími lífsins. Á þeim aldri erum við flest við nokku góða heilsu og virk í ýmiss konar áhugamálum, laus við streituna sem fylgir því að vinna úti og koma upp börnum. Þó að þetta gildi um sjálfa mig, skil ég að það eru ekki allir jafn heppnir.

Tekjumissir getur valdið fjárhagsörðugleikum og veikindi geta verið afdrifarík. Fyrir þá sem eru í þeirri stöðu geta eftirlaunaárin verið erfið. En ef fólk hefur gott félagslegt net í kringum sig, vini og góða fjölskyldu,er auðveldara að takast á við þessi vandamál.

Stundum koma fullorðnu börnin þá til skjalanna og taka á sig hluta af byrðunum.

Ég er að hálfu komin á eftirlaun og er nýbyrjuð að stunda jóga, einu líkamsæfingarnar sem ég nýt þess að stunda. Mér finnst hundleiðinglegt að standa kófsveitt í tækjasalnum í ræktinni. Það er ánægjulegt að fara í gönguferðir og synda en eftir að ég meiddist í baki á síðasta ári, verð ég að fara varlega í því.

Ég fór að blogga á síðasta ári, sem mér finnst mjög skemmtilegt og minnir mig á vinnuna sem ég var vön að stunda, áður en starfsferill minn varð vinnustaðapólitík að bráð.

Maðurinn minn var vanur að dunda sér við veiðar, áður en dóttir okkar fæddist og langar að byrja á því aftur. Það er ekki sport sem er venjan að horfa á eða eitthvað sem við myndum gera saman.

Ég hef uppgötvað hvað það er skemmtilegt að ferðast – bæði heima og erlendis og vona að ég geti haldið því áfram, annað hvort með blogg vinkonu minni, eða manninum mínum. Hvort sem það snýst um að hitta gömlu kollegana, taka til við nýtt áhugamál, eða bara um að gera ýmislegt sem aldrei vannst tími til að gera á meðan þið voruð á kafi í vinnu.

En verjið tíma með makanum. Kynnist uppá nýtt, það er nú einu sinni svo að við erum ekki asma fólkið og við vorum fyrir 40-50 árum þegar við kynntumst fyrst.

Finnið út hvað það er sem þið hafið gaman af og gerið það. Við erum sjálfstæðar konur þegar allt kemur til alls og hvers vegna að breyta því núna.

Það er gott að njóta tímas saman, en alls ekki að gefa sitt eigið líf algerlega uppá bátinn.

Ritstjórn mars 2, 2023 07:00