Tengdar greinar

Mannbroddar eiga alltaf að vera tiltækir

Mannbroddar eru ómissandi aukahlutur sem allir þurfa að eiga í fórum sínum. Þeir hafa sannað gildi sitt margfalt í færðinni undanfarið en hálkuslysum hefur fjölgað svo mikið að bið á slysavarðstofum hefur verið óbærileg fyrir slasaða. Í mörgum tilfellum hefðu mannbroddar komið í veg fyrir beinbrot en þeir koma ekki að gagni heima í skúffu eða í versluninni þegar bregða á þeim undir.

Aðgerðin sjálf, þ.e. að setja mannbroddana undir skóna er sérlega einföld og í raun óafsakanlegt að nenna ekki að hafa fyrir því að setja þá undir. Þetta eru broddar úr stáli sem festir eru neðan á skóna til að ná betra gripi í hálku og snjó. Við, sem búum við veðurfar eins og er á Íslandi, eigum að sjá sóma okkar í að fjárfesta í þessum nauðsynlega aukahlut. Mjög góðir broddar kosta frá 2.990 krónum og fast mjög víða. Mælt er með að grip mannbrodda sé 10 punkta til að gripið sé sem mest.

Sölustaðir fyrir mannbrodda eru til dæmis:

Dynjandi

Húsasmiðjan

Everest

Fjallakofinn

Skóarinn í Kringlunni og Smáralind

Ellingsen

ja.is

Ritstjórn mars 2, 2022 14:19