Tengdar greinar

Mun lífið breytast svona eftir Covid faraldurinn?

Í grein Buce Horovitz á vef sixtyandme.com eru nokkrir virtir læknar beðnir um að velta fyrir sér hvaða afleiðingar covid 19 faraldurinn muni hafa á daglegt líf okkar. Athyglisvert er að sjá hversu afgerandi þeir eru í skoðunum.

„Hætt er við því að líf þeirra sem náð hafa miðjum aldri muni breytast verulega þegar heimsfaraldurinn er yfirstaðinn. Ímyndið ykkur atburðarás eftir tvö ár. Bóluefni fyrir Covid 19 veirunni er til staðar fyrir alla og lífið að færast í sama horf. Staðreyndin er samt sú að lífið mun líklega aldrei verða eins, sérstaklega ekki fyrir miðaldra og eldri.“

Þetta er niðurstaða öldrunarlækna og sérfræðinga sem spá fyrir um framtíðina. Þessir sérfræðingar segja að í eftirleik covid faraldursins muni allt breytast. Allt frá því hvernig þeir við njótum heilsugæslu til þess hvernig við ferðumst um eða verslum.

Dr. Mehrdad Ayati segir að fyrir Covid 19 hafi svokallaðir “baby boomers”, sem eru þeir sem voru fæddir eftir 1945 og fyrir 1965, verið sannfærðir um að þeir myndu njóta framfara í læknavísindum ríkulega og ná mjög háum aldri. „Við reiknuðum aldrei með að heimsfaraldur myndi kollvarpa þeirri hugmynd,“ segir hann.

Á síðustu mánuðum hefur allur heimurinn upplifað óhuggulega tíma þar sem dauðinn hefur víða verið óþægilega nærri. Við höfum neyðst til að velta því upp að við gætum verið næst eða einhver af okkar nánasta fólki.  Þegar það gerist hugsar fólk um það sem skiptir máli, hverju það vill breyta og hvað það vill gera öðruvísi.

Eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt vegna þess að ónæmiskerfið gefur eftir með aldrinum sem gerir þessum hópi erfiðara fyrir að eiga við alls konar smitandi sjúkdóma eins og covid 19. Þessi aldurshópur er þess vegna líklegur til að gera viðbótar varúðarráðstafanir jafnvel þótt bóluefni sé fáanlegt fyrir alla sem vilja.

Dr. Mehrdad Ayati, sem kennir öldrunarfræði við Stanford háskólann og er ráðgjafi  öldungadeildar Bankaríkjaþings um öldrun, segir: “Það sem við reiknuðum aldrei með var að heimsfaraldur gæti gjörbreytt viðhorfum okkar. En það er einmitt það sem er að gerast.” Svo gefur hann eldri samlöndum sínum mynd af því lífi sem gæti beðið þeirra eftir bólusetningu:

„Nú er tíminn til kominn að læra vel á fjarstýringuna. Aðeins 62% allra yfir 75 ára notar internetið og færri en 28% líður vel með að fara inn á samfélagsmiðla.  Stór hópur verður  gersamlega hjálparlaus þegar kemur að nútíma heilsugæslu. Þessi hópur er svo viðkvæmur af því hann á verulega langt í land með að tileinka sér  þjónustu heilsugæslunnar á netinu.

Ein af hverjum þremur heimsóknum verður fjarstýrð

Dr. Ronan Factora hjá Cleveland klíníkinni segir að fyrir covid faraldurinn hafi hann ekki hitt neinn sjúkling yfir 60 ára sem nýtti sér þjónustu heilsugæslunnar á netinu. Hann spáir því að þegar bóluefnið verði komið í almenna dreifingu muni að minnsta kosti þriðjungur heimsókna sjúklinga heilsugæslunnar fara fram í gegnum internetið. Þannig muni meirihluti vinnu lækna fara fram þótt þeir elstu muni hitta lækni sinn oftar en einu sinni á ári og njóta góðs af bættri heilsugæslu.

Margir læknar í stað eins

„Fleiri fjarfundir verða styrktir með læknateymi þar sem fleiri en einn sérfræðingur kemur að,” segir Greg Poland, læknir á Mayo Clinic. “Slík teymisvinna gerir okkur kleift að hitta fleiri sjúklinga með skilvirkari hætti,” bætir hann við. “Miðað við að hver sjúklingur komi á staðinn og bíði eftir að vera vísað inn til læknis segir það sig sjálft að slíkt fyrirkomulag er verulega óhentugt og verður kallað gamaldags innan tíðar.”

Apótek munu sjá um bólusetningar

„Sjúklingar munu kjósa að fara í apótekin til að fá bólusetninguna til að forðast smithættuna sem er á biðstofum lækna,“ segir Bruce Horovitz

Saur- og þvagsýni greind heima

Þess verður ekki langt að bíða, kannski nokkur ár héðan í frá, að við verðum með sérstök tæki heima við þar sem við munum geta greint bæði þvag- og saursýni. Það mun spara okkur margar læknisheimsóknir.

Ferðalög í heimalandinu í stað ferðalaga til annarra landa

Dr. Dychtwalt sem sjálfur er sjötugur, segir að jafnaldrar hans muni í framtíðinni hafa minni áhuga á að ferðast til útlanda. Sem dæmi segir hann að draumur hans og eiginkonunnar um að ferðast til Indlands sé nú ólíklegur til að rætast af því þau muni vilja forðast mikið fjölmenni.

Eftirspurn eftir dýrari sætum í flugvélum mun aukast

Þeir sem hafa ráð á munu kaupa sæti þar sem nálægð við ókunnuga farþega er minni. Þeir sem hafa ráð á munu kaupa öll þrjú sætin í flugvélinni til að hafa engan nálægt sér.

Hótel munu markaðssetja læknisþjónustu

Fólk vill ekki fórna heilsunni fyrir þægindi á ferðalögum.

Sótthreinsun verður söluvara

Hægt er að sjá fyrir sér farþegaskip sem hafa hýst marga eldri borgara þar sem fjöldi starfsmanna mun líða um með sóttheinsiklúta og þurrka snertifleti í sífellu.

Veitingahús og verslanir

Veitingastaðir í nágrenni við heimili munu vinna traust fastakúnna. Í framtíðinn gildir að þekkja og treysta þeim sem þú kaupir matinn af. Sérstakt starfsfólk verður ráðið til að sjá um sótthreinsun og það verður mjög sjáanlegt.

Fjarvinna eykst

Margir sjá kosti við að geta áfram unnið að heiman.

Ritstjórn febrúar 4, 2021 09:05