Munar um 10% afslátt hér og 10% afslátt þar

Birna Halldórsdóttir starfsmaður Rauyða krossins

Birna Halldórsdóttir starfsmaður Rauða krossins

Þegar fólk verður sextugt fær það boð um að ganga í Félag eldri borgara á sínu svæði. Það er misjafnt hvort fólk nýtir sér það, en Birna Halldórsdóttir sendifulltrúi hjá Rauða krossinum var mjög ánægð með að geta gengið í Félag eldri borgara í Reykjavík þegar hún varð sextug, til að nýta sér þann afslátt sem félagsmenn fá af vöru og þjónustu vítt og breitt. Hún sagði svo sannarlega muna um það að fá 10% afslátt hér og 10% afslátt þar. Hún hefði til dæmis nýlega keypt sér ný gler í gleraugnaumgjörð sem hún átti og fengið 35% afslátt hjá Gleraugnaversluninni í Glæsibæ. Það munaði um minna, þegar glerin væru farin að kosta 100 þúsund krónur! Henni fannst áhugavert að ganga í Félag eldri borgara og sagði að það virtist mikið um að vera hjá Reykjavíkurfélaginu í Stangarhyl, þótt hún væri ekki farin að notfæra sér það ennþá.

Ritstjórn ágúst 8, 2014 16:12