Tengdar greinar

Kynning

„Myndi ekki hika við að gera þetta aftur“

Gunnar brosandi með nýjar tennur

Gunnar Svavarsson garðyrkjumaður í Kópavogi lét nýlega gera við tennurnar í sér, á tannlæknastofu Madenta í Búdapest í Ungverjalandi. Gunnar hafði alltaf haft lélegar tennur og rekur það meðal annars  til þess að hann hafi fengið mikið af fúkkalyfjum sem barn og síðar hafi bakflæði haft áhrif á tennurnar –  og ekki til hins betra. Jaxlarnir komu svo allir skemmdir upp.  Hafði hann óþægindi og verki vegna alls þessa og missti að lokum fjórar framtennur í neðri góm.  Hann ákvað því fyrir nokkrum árum að láta gera almennilega við tennurnar. Hann leitaði til tannlæknastofu Madenta í  Búdapest og hefur nú fengið nýjar tennur í bæði efri og neðri góm.

Hafði ekki efni á að láta gera þetta hér

En hvers vegna ákvað hann að leita til Ungverjalands, frekar en að láta gera þetta hér heima?  „Ég sá ekki að ég hefði efni á að láta gera þetta hér“, segir Gunnar sem telur að kostnaðurinn hér hefði orðið mun meiri.   Gunnar, sendi röntgenmynd af tönnunum til Búdapest og fékk í kjölfarið tillögu þaðan um það sem þyrfti að gera og hljóðaði kostnaðurinn við aðgerðina samkvæmt henni uppá rétt rúmar 3 milljónir króna.  Hann sendi tillöguna til Sjúkratrygginga Íslands til að athuga með kostnaðarþáttöku þeirra í aðgerðinni.  Í gögnum frá SÍ kemur fram að endurgreiðsla vegna viðgerðanna úti yrði að hámarki um 600.000 krónur.  Ekki hefur ennþá verið gengið endanlega frá endurgreiðslunni að sögn Gunnars. Til viðbótar við aðgerðina borgaði hann ferðir og uppihald, samtals um 300-400.000 krónur.

Gunnar undirbúinn fyrir aðgerð

Þrjár ferðir til Búdapest

Gunnar þurfti að fara tvisvar í aðgerð til Búdapest. Í fyrra skiptið var hann þar í viku og þá voru dregnar úr honum ónýtar tennur, en skildar eftir þær sem unnt var að byggja aftur upp. Þær voru sorfnar niður og heim hélt hann með bráðabirgðagóm og kom aftur í annað sinn eftir sex mánuði þegar sárin í gómnum voru gróin.  Þá dvaldi hann í tvær vikur ytra og nýjar tennur voru smíðaðar upp í hann. Hann fékk bæði innplanta og tannbrýr.  Sex mánuðum seinna mætti hann svo aftur hjá Madenta í eftirlit og þá kom í ljós að aðgerðin hafði heppnast mjög vel. Hann hefur ekki lent í neinum vandræðum síðan.

Ánægður með þjóustuna

Madenta starfar mjög faglega aö sögn Gunnars. „þar er allt 100%, sama hvort um er að ræða tímasetningar, dagsetningar eða reikninga“, segir hann og bætir við að ábyrgðir og öryggi séu í fullkomnu lagi og að ábyrgðin á viðgerðinni sé 5 ár. „ Ég er mjög ánægður með þjónustuna hjá Madenta. Ég sat allt upp í 6 tíma í stólnum sama daginn, en hér heima snýst þetta yfirleitt um að gera lítið í hvert skipti“, bætir hann við. „Eftirá að hyggja myndi ég leita þangað aftur og láta gera þetta ytra, ég myndi ekki hika við það“, segir hann.

Baðhúsin í Búdapest eru fræg

Búdapest skemmtileg borg

Gunnar segir að Búdapest sé mjög skemmtileg borg og margt að sjá, svo sem baðhúsin og svo minnismerkjagarðurinn, en Ungverjar fluttu minnismerki kommúnistatímabilsins í sérstakan garð, en eyðilögðu þau ekki eins og víða var gert. Hann sagði gistiaðstöðu til fyrirmyndar og allir sem væru orðnir 65 ára og eldri fengju ókeypis í neðanjarðarlestina. Maturinn úti er að sögn hans, mun ódýrari en hér heima.

Búdapest er falleg borg

Ritstjórn júní 28, 2022 07:00