Nauta bruchetta – einfalt og gott

 

Stundum langar okkur í eitthvað einfalt, bragðgott og fljótlegt. Þessi uppskrift gæti hentað vel í bústaðinn, tjaldútileguna, fyrir þá sem eru á ferð í húsbíl eða bara heima. Uppskriftina fengum við á vefnum Gerum daginn girnilegan  og það sem til þarf er þetta.

200 gr. nautasteik

1 súrdeigsbrauð

4 msk olífuolía

Gróft sjávarsalt

4 msk. majónes

1 bolli klettasalat

3 msk balsamikgljái

1 stk Parmareggio parmesanostur

 

Grillið nautakjötið og kryddið með salti og pipar, látið kjötið hvíla í 10 til 15 mínútur áður en það er skorið niður í þunnar sneiðar.

Veltið brauðsneiðum upp úr ólífuolíu og grillið.

Saltið brauðsneiðarnar með grófu salti og smyrjið með majónesi.

 Leggið klettasalat ofan á hverja sneið, raðið nautakjöti á brauðið, hellið balsamikgljáa yfir og stráið að lokum rifnum parmesanosti ofan á hverja brauðsneið.

Ritstjórn júlí 12, 2019 08:04