Nýjustu rannsóknir um heilahreysti

Á undanförnum árum hafa rannsóknir leitt æ betur í ljós að sterk tengsl eru á milli hreyfingarleysis og minnkandi virkni heilans.

Langt er síðan mönnum varð ljós sú staðreynd að líkamlegar æfingar hafa þessi áhrif auk þess sem þær hrekja brott einkenni þunglyndis og kvíða og jafnvel PTSD (post traumatic stress disorder). En nú hafa vísindamenn komist að því að ávinningur við  hreyfingu nær út fyrir stjórnun á heilbrigði heilans og yfir í forvarnir fyrir hámarksgetu heilans á hverjum tíma.

Til dæmis hafa rannsóknir á áhættuþáttum varðandi vitglöp  og gleymsku ítrekað leitt í ljós að minni líkamlegur styrkur, minni gönguhraði og minna jafnvægi eru sterkar vísbendingar um lakari heilaheilsu í framtíðinni,.

Með allar þessar upplýsingar úr áreiðanlegum rannsóknum getum við ekki lengur afneitað þeirri staðreynd að líkami og hugur vinna saman. Góðu fréttirnar eru þær að við getum nýtt þessar merkilegu upplýsingar í okkar þágu.

Hreyfilífsstíllinn segir til um heilahreysti okkar

“Sem sjúkraþjálfari horfi ég á hreyfimynstur skjólstæðinga til að ákvarða hvort um heilahrörnun geti verið að ræða,” segir Katy Bowman heilsuverkvræðingur. “Sem dæmi getur jafnvægisleysi gefið til kynna að viðkomandi eigi líka erfitt með að skipuleggja flókin verkefni og sjónræn rökhugsun getur verið skert.

Góðu fréttirnar eru að við þurfum ekki að gerast maraþonhlauparar eða stunda kraftlyftingar til að uppskera heilsufarslegan ávinning. Rannsóknir sýna að formlegar æfingar eru ekki nauðsynlegar. Málið snýst bara um að fara á fætur og hreyfa sig oft. Það skilar árangri en það segir sig jálft að reglulegar æfingar eru auðvitað mjög góðar.

Breyting á lífsstíl sem byggir á hreyfingu

Sumar leiðir við að hreyfa sig eru betri en aðrar til að stuðla að heilaheilsu. Katy Bowman heldur því fram að lausnin sé ekki að bæta formlegum æfingum inn í daginn heldur taka taka upp lífsstíl sem byggir á reglulegri hreyfingu. Það hjálpar ekki að æfa 30 mínútur á dag ef það sem eftir er dagsins er varið í kyrrsetu.

“Til að auka ávinninginn er snjallt að auka hreyfinguna til dæmis með því að ganga í staðinn fyrir að aka og líta á húsverkin sem æfingu. Tilvalið er að teygja og beygja við húsverkin,” segir Katy.

Fylgstu með því hvernig og hvenær þú ert ekki að hreyfa þig.

Við meiri hreyfingu flæðir blóðið um líkamann sem kemur sér vel fyrir öll líffæri, en best fyrir heilann.

Lítið blóðflæði til heilans getur orsakað svokallaða heilaþoku og ýktustu dæmin orsaka dauða heilafrumna. Þessa heilaþoku kannast margir við á einhverjum tíma og ætti að vera hvatning til að standa upp og koma sér af stað.

Meira blóðflæði til heilans þýðir meira súrefni og næringarefni sem heilinn þarf nauðsynlega til að geta starfað vel. Og því meira sem við dreifum hreyfingu okkar yfir daginn því meira áreiti er á heilann sem skiptir miklu máli varðandi heilaheilsu. Er þá ekki óskynsamlegt að gera það ekki og halda kyrru fyrir?

(Þýtt úr grein eftir Btittany Denis á vef Sixty and me)

 

 

 

 

 

Ritstjórn mars 3, 2020 09:37