Tengdar greinar

Og þau lifðu hamingjusöm til æviloka

Ævintýrin enda oft á því að  prinsinn fær prinsessuna og síðan lifa þau hamingjusöm til æviloka og flesta dreymir um að gifta sig og lifa það sem eftir er ævinnar með manneskju sem þeir elska. Það er ekki margt fallegra en að deila lífinu með einstaklingi og vera honum trúr og tryggur til æviloka. En gott hjónaband snýst um ýmislegt fleira en að láta gefa sig saman.

Ef þú vilt vera giftur og það hamingjusamlega giftur, líka þegar þú ert kominn á eftirlaun, þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að leggja fram mikla vinnu.

Enginn les hugsanir, góð samskipti

Grundvallaratriðið eru jákvæð og góð samskipti.  Ef þið eigið ekki í góðum samskiptum við makann er mjög erfitt að fá þörfum ykkar mætt.

Samskiptin þurfa að vera jákvæð. Rifrildi eru líka samskipti en eru ekki vænleg til árangurs.

Fólk er mismunandi og tjáir sig á mismunandi hátt.  Það er mikilvægt að fólk þekki hvort annað og viti hvernig það tjáir sig.  Til dæmis eru sumir mjög beinskeittir á meðan aðrir nálgast málefnin undir rós.

Æfið samskiptin

Þegar þú hefur áttað þig á samskiptaháttum maka þíns getur þú virkilega áttað þig á því hvað hann er að reyna að segja.  Auðvitað getur verið erfitt ef makinn er æstur þumbari en þá er nauðsynlegt að finna leið þar sem samskiptin verða beinni og rólegri.

Enginn hugsanalestur eða spákonutrix

Vertu viss um að þú tjáir þig og látir maka þinn vita hvað þú ert að hugsa eða hvað þú vilt.  Hann getur ekki lesið þínar hugsanir frekar en að þú hans.

Þegar samskiptin eru komin í lag geta alls konar vandamál komið upp á yfirborðið og þau þarf að leysa.

Læru að hlusta og skilja hvað fólk vill

Ef makinn er ósáttur við eitthvað í hegðun þinni og lætur þig vita verður þú að geta hlustað. Ekki bregðast við í reiði eða taka því sem árás á þig.  Þú þarft að geta hugsað áður en þú talar.  Það sem þú segir í reiði getur eyðilegt svo margt á milli ykkar sem erfitt er að laga.

Róaðu þig niður, takur þér tíma

Það er mjög líklegt að eftir erfiðar umræður þurfir þú tíma til að jafna þig, tíma til að átta þig á því hvað var virkilega verið að segja áður en haldið er áfram með umræðurnar.

Þú þarft að geta sett þig í spor maka þíns, séð hlutina frá hans sjónarhorni.  Þegar báðir aðila geta gert það verður mun auðveldara að leysa úr vandmálum.

Í öllum samböndum kemur upp ósætti eða ágreiningur.  Hvernig þið leysið úr þeim mun hafa mikið að segja í hjónabandinu.  Mundu að í hamingjusömu hjónabandi er nauðsynlegt að eiga í góðum samskiptum við makann og bera virðingu fyrir honum.  Það er líka allt í lagi að vera sammála um að vera ósammála.

Við erum jú bara manneskjur

Mundu það að við erum bara manneskjur og við erum ekki fullkomin, við gerum mistök.  Vertu tilbúin til að biðjast afsökunar, að minnsta kosti á  þínum hlut í rifrildinu.

Leita aðstoðar

Stundum stöndum við málefnunum of nærri til að geta leyst þau á farsælan hátt.  Það getur verið nauðsynlegt að fá aðstoð frá hlutlausum ráðgjafa til að leysa málin.  Fjölmargir fjölskyldu- og hjónabandsráðgfar eru starfandi, til að mynda hér á Íslandi. Það er bara að fletta upp á netinu, eða líta í símaskrána.

Greinin er þýdd og endursögð af vefnum sixtyandme.

Ritstjórn ágúst 31, 2023 07:00