Óttinn við að eldast

Það veldur sumu fólki lamandi ótta að vita að hið óhjákvæmilega gerist, við eldumst. Efri árin ættu að vera jafn góð eða betri en árin sem fólk er á vinnumarkaði eða að sinna börnum og barnauppeldi. Það eru líka óteljandi mýtur og ósannindi á sveimi um ellina. Þessar goðsagnir gera ekki annað en hræða fólk. Hér er listi yfir nokkrar mýtur sem við heyrum reglulega EN ERU RANGAR.

  1. Að eldast þýðir að við verðum að sætta okkur við að tapa minni og fá heilahrörnunarsjúkdóma.  Þetta er ekki rétt. Við verðum flest gleymnari með aldrinum en fæstir fá heilahrönunarsjúkdóma. Það besta er að það er fullt af æfingum fyrir heilann sem hægt er að gera til viðhalda minni og góðri heilaheilsu. Lærið ný tungumál, leysið krossgátur, lesið flóknar fræðigreinar þetta er meðal þess sem stuðlar að því að viðhalda heilabúinu.
  2. Gamalt fólk getur ekki lært nýja hluti. Þetta er helber vitleysa. Fólk getur lært nýja hluti alla ævi. Það eina sem þarf er forvitni og löngun til að takast á við nýja hluti.
  3. Hækkandi aldri fylgir heilsubrestur. Það er rétt að sumir sjúkdómar eru algengari meðal eldra fólks en það þýðir ekki að allir verði lasburða. Að borða rétt og stunda líkamsrækt getur stuðlað að því að fólk haldi góðri heilsu alla ævi.
  4. Gamalt fólk stundar ekki kynlíf. Þetta er enn ein firran sem haldið er á lofti um gamalt fólk. Kynhvöt minnkar með aldrinum en það þýðir ekki að fólk hætt að stunda kynlíf. Fólk hefur þörf fyrir kynlíf og nýtur þess ævina á enda.
  5. Að verða gamall þýðir að við getum ekki lagt neitt af mörkum til samfélagsins. Allt of margir hafa þá trú að þess eldri sem þeir verða þess minna virði verði þeir. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru ótal tækifæri fyrir eldra fólk að gefa til baka með því til að mynda að miðla af þekkingu sinni og lífsreynslu. Þeir geta líka tekið þátt í sjálfboðaliðsstarfi og gefið á þann hátt af sér til samfélagsins.
Ritstjórn ágúst 6, 2019 08:10