Skattur af framtíðarreikningum barnabarnanna

Afar og ömmur leggja inn á framtíðarreikninga hjá barnabörnunum sínum. Margir velta því hins vegar fyrir sér hvort þurfi að greiða skatt af þessum peningum. Lifðu núna spurðist fyrir um það hjá Ríkisskattstjóra hvaða reglur giltu um sparnaðarreikninga sem eru í eigu barna.  Efirfarandi svar barst frá skattinum.

Upplýsingar um innlánsreikninga barna yngri en 16 ára í viðskiptabönkum eru áritaðar á framtal foreldra í reit 04. Vaxtatekjur af þeim færast í reit 03 og staðgreiðsla í reit 303. Frítekjumark er 150.000 kr vegna vaxtatekna (300 þúsund fyrir hjón)  þ.e, ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum sem eru undir þessari upphæð. Upphæð vaxtatekna bæði foreldra og barns mynda saman stofn til útreiknings fjármagnstekjuskatts.

Það fer semsagt eftir því hversu mikið börnin eiga í bankanum hvort þarf að greiða skatt af sparnaðarreikningum barnabarnanna.

Ritstjórn október 17, 2018 09:19