Gamla fólkið í fangelsin og glæpamenn á elliheimilin

Hér endurbirtum við pistil sem gekk ljósum logum á Facebook 2019 en óljóst er hver skrifaði um alvarleg mál á svo snilldarlegan hátt. Háðið gerir textann beittan!

Pistill dagsins

Lausnin:

Setjum gamla fólkið í fangelsi og glæpamenn á elliheimili!

Þá fengi gamla fólkið aðgang að baði, tölvu og sjónvarpi, líkamsrækt og gönguferðum. Allt starfsfólk talaði íslensku við það og enginn stæli frá þeim. Þeir sem vildu gætu stundað nám, smá vinnu, eða dútlað við föndur og gamla fólkið fengi greitt í stað þess að þurfa að borga háan hluta af ellilífeyrirnum sínum. Bubbi Morthens og Ari Eldjárn kæmu svo til að skemmta á aðfangadag.

Glæpamennirnir fengju þá kaldan mat, engan pening, væru aleinir, starfsfólkið talaði allt að 10 ólík tungumál og enga íslensku, þeir þyrftu að slökkva ljósin kl. 20 og fengju að fara í bað einu sinni í viku. Félagar úr Harmónikkufélagi Reykjavíkur kæmu til að skemmta þeim á sjómannadaginn.

Láttu þetta ganga ef þér finnst að ellilífeyrisþegar eigi betra skilið.

Þessi pistill gengur nú ljósum logum á Facebook. Hver skrifaði hann er ekki ljóst en rætt um að það sé fyrrverandi sóknarprestur. Lifðu núna ákvað að deila honum með ykkur.

 

 

 

Ritstjórn ágúst 10, 2022 07:00