Skemmtileg mynd á Netflix – Don´t look up

Aðalleikarar myndarinnar eru Jennifer Lawrence, Leonardp DiCaprio, Meryl Streep, Jonah Hill og Cate Blanchet.

Don´t look up er ein skemmtilegasta mynd Netflix um þessar mundir.

Handritshöfundur myndarinnar ,,Don´t Look Up”, Adam McKay, notar háðsádeilu til að hvetja til samtals um það hvernig við hunsum augljós merki um kreppu þar til það er orðið of seint. Myndina skreyta frægir leikarar á borð við Leonardo DiCaprio, Jennifer Lwqrence, Meryl Streep og Jonah Hill. Adam McKay hóf feril sinn á níunda áratugnum sem aðalhandritshöfundur við hinn beitta bandaríska grínþátt NBC, Saturday Night Live. Grínið er aldrei langt undan í verkum hans og McKay tekst að slá á létta strengi með þetta annars háalvarlega málefni í Don´t look up.

Það er af nógu að taka þegar síðustu ár eru skoðuð í heiminum en Adam Mckay er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Hann hefur því verið viðstaddur margt af því ótrúlegasta sem bandarísk þjóð hefur alið af sér og gengið í gegnum eins og Donald J. Trump tímabilið. Hann  nýtir sér bandarískt samfélag og togar það sundur í háði en alltaf er alvarlegur undirtónn sem gerir háðið enn beittara. Skilaboðin eru skýr og til þess gerð að hrista upp í hópi þeirra sem láta vísindalegar niðurstöður rannsókna sem vind um eyru þjóta og færa misvísandi rök fyrir því sem þeir vilja trúa. Þannig verða ,,fake news”meðal annars til.

Ritstjórn janúar 7, 2022 10:49