Svefninn fegrar og megrar

Hér eru nokkur góð ráð fyrir þá sem eru að hugsa um að létta sig  og þar skipar svefninn stóran sess.  Flestir þekkja þau raunar þessi ráð  en það er alltaf gott að rifja þau.

Svefn

Svefn gefur þér orku til að brenna fleiri kalóríum yfir daginn. Fólk sem sefur innan við sex tíma á hverri nóttu er 27 prósent  líklegra til að bæta á sig en þeir sem sofa lengur. Sé svefninn styttri en fjórir tímar eru líkurnar komnar í 67 prósent.

Morgunmatur

Borðaðu prótín og næringarríkan morgunnmat sem inniheldur heil korn og ávexti. Það heldur insúlíninu í jafnvægi allan morguninn og kemur í veg fyrir að þú  borðir of mikið síðdegis.

Borðaðu oftar

Við ólumst upp við að borða þrjár máltíðir á dag en nú er kominn tími til að breyta því. Borðaðu smærri skammta og oftar. Það hjálpar þér við að léttast þar sem þú finnur síður til svengdar og ert þar af leiðandi ólíklegri til að borða of mikið.

Gefðu þér tíma

Gefðu þér að minnsta kosti hálftíma til að borða hverja máltíð. Það tekur heilann um tuttugu mínútur að ákveða að nóg sé komið. Það að drekka vatn fyrir mat er góð leið til að hægja á þér en ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem drekka tvö glös af vatni fyrir máltíðir innbyrða að meðaltali um 40 kalóríum minna yfir daginn en ella.

Drekktu kaffi

Já, kaffi er gott fyrir þig en þá er ekki átt við kaffi með sykri, gervisætu, mjólk rjóma, sýrópi eða öðrum íblöndunarefnum heldur svart kaffi tvisvar á dag og ekkert múður.

Tyggðu tyggigúmmí

Sykurlaust tyggigúmmí  getur hjálpað til við þyndgarminnkunina. Það leysir hormóna úr læðingi sem tilkynna heilanum að seddu sé náð

Aukabiti í vinnunni

Taktu daglega með þér tvo litla nestispakka í vinnuna eins og ávöxt og fitulitla mjólkurvöru til dæmis kostasælu, sykurlausa jógúrt og svo framvegis.

Dökkt súkkulaði

Ekki grípa hvaða súkkulaði  sem er, við erum að tala um dökkt súkkulaði með a að minsta kosti 70 prósent kakóinnihaldi og þinn daglegi skammtur er smár, aðeins fá grömm.

Teldu skrefin 

Göngur koma þér ekki aðeins í betra form, þær geta dregið úr heilahrörnun. Kauptu þér skrefamæli og reyndu að ganga að minsta kosti  tíuþúsund skref á dag að jafnaði.

Drekktu meira vatn

Við innbyrðum miklu fleiri kalóríur úr sykruðum vökvum en við höldum. Diet gosdrykkir geta aukið löngun til að borða sykraðan kalóríuríkan mat og diet drykkir geta einnig ruglað getu líkamans til að áætla hæfilega neyslu hitaeinga í hverri máltíð þannig að við borðum of mikið.

Borðaðu við borð

Rannsóknir hafa leitt í ljós að það að matast við borð fær þig til að borða hægar sem gefur heilanum tíma til að átta sig á því hvenær nóg er komið sem svo aftur leiðir til þess að þú borðar minna. Notaðu hóflega stóra matardiska, það er einföld leið til að hafa stjórn á matarskammtinum.

Vigtaðu þig

Ekki óttast vigtina á meðan þú ert að léttast. Vigtaðu þig vikulega, það er besta leiðin til að fylgjast með því hvernig þér gengur. Mundu bara að vigta þig á sama tíma sólarhringsins.

 

 

Ritstjórn janúar 22, 2015 15:57