Þarf að neita sér um allt til að auka lífslíkurnar?

Mikil umræða fer nú fram um hvernig unnt er að halda heilbrigði sem lengst. Hreyfing og mataræði eru þar ofarlega á blaði. Annie Macmanus skrifar grein í breska blaðið the Guardian um ráðleggingar sem hún fékk um hvernig auka á líkurnar á heilbrigði og lengra lífi. Dagskipunin var, að takmarka áfengisneyslu, forðast sykuð matvæli og mettaða fitu – en aðvaranir af þessu tagi virka bara hvetjandi á hana, að því er hún segir í greininni.

Þar kemur fram að hún hafi tekið DNA próf fyrir fáeinum vikum. Hún fékk prófið sent í pósti og þurfti að stinga sig í fingurinn til að kreista nokkra blóðdropa í box, sem hún sendi síðan til rannsóknarstofu í Skandinavíu.

„Allt snýst þetta um áhættustjórnun“, segir Annie í greininni.  Ég er í fyrsta skipti að spá í að fjárfesta til lengri tíma í mínum eigin líkama. Ég þarf að skoða vel hvaða veikindi geta komið upp á. Ég vil gera allt sem ég get til að hámarka möguleika mína á að lifa lengur við góða heilsu“.

Hún segist hafa haldið að þetta snerist um að taka meira af fæðubótarefnum, hreyfa sig meira, borða meira grænmeti. En niðurstöðurnar sem voru löng lesning, voru hreint ekki uppörvandi að hennar mati, sérstaklega ekki kaflinn undir fyrirsögninni. Forðist þetta. Og við gefum henni orðið:

Dragið út áfengisneyslu. Ég hélt að ég hefði einmitt verið að gera það, minnka áfengisdrykkju – ég drekk bara um helgar!

Forðist að komast í snertingu við skaðleg efni í umhverfinu, svo sem loftmengun, skordýraeitur og plast.  Þetta þýðir að það er ekki hægt að búa í borgum – og heldur ekki í sveitum.

Forðist sykraðan mat og unnið korn. Ég gúggla unnið korn. Ekkert kex, engan croissant og hvorki ristað brauð né morgunkorn. Hvað á ég þá að fá mér með hnetusmjörinu og paté-inu?

Dragið úr neyslu mettaðrar fitu, til dæmis í osti og smjöri. Nei hættu nú, ekkert smjör? Og nú versnar enn í því. Forðist alla trans-fitu, unnin matvæli, djúpsteiktan mat og verksmiðjuframleitt kex.

Þetta eru endalokin. „Allt“ í „forðist allt“. Ég hikaði í morgun fyrir framan brauðkörfuna. Ég get staðfest að það var áhættunnar virði þegar ég beit í ristaða brauðið smurt með bæði smjöri og hnetusmjöri. Það var virkilega ljúffengt.  

 

Ritstjórn júlí 18, 2022 16:23