Tengdar greinar

„Þau sögðu að landið mitt hefði verið fangelsi undir berum himni í fimmtíu ár“

Lea Ypi er prófessor í London School of Economics

 

Bókin FRJÁLS – Æska í skugga járntjaldsins eftir Leu Ypi, er óvenjuleg saga fyrir þá sem ólust upp á Vesturlöndum. Albanía var afskekkt og fátækt kommúnistaríki þegar hún var að vaxa úr grasi og leiðtoginn Enver Hoxa, var í skólanum kallaður Enver frændi. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og ömmu og lýsir vel andrúmslofti þessara ára í landinu, skorti, biðraðamenningunni sem var afar sértök og umræðum um „bakgrunn“ fóks sem gat ráðið miklu um það hvernig líf þess æxlaðist. Opinská umræða um flesta hluti var bönnuð og þess vegna var talað um ýmislegt undir rós og ekki alltaf auðvelt fyrir Leu að skilja hvað var í gangi. En síðan kemur að því, eftir dauða Envers Hoxa og fall kommúnismans víða um lönd,  að Albaníu er breytt í lýðræðisríki. Þá breystist allt.

Hvernig yrði framtíð mín nú? Hvernig væri hægt að koma á kommúnisma ef sósíalisminn væri horfinn? Á meðan ég sat og starði í forundran á sjónvarpsskjáinn þar sem aðalritari flokksþingsins tilkynnti að ekki væri lengur ólöglegt að stofna aðra stjórnmálaflokka, lýstu foreldrar mínir því yfir að þau hefðu aldrei stutt Flokkinn sem ég hafði alltaf horft uppá þau kjósa, að þau hefðu aldrei viðurkennt vald hans. Þau höfðu einfaldlega lært slagorðin og haldið áfram að klifa á þeim, rétt eins og allir aðrir, rétt eins og ég gerði þegar ég sór hollustueiðinn í skólanum á hverjum morgni. En á okkur var grundvallarmunur. Ég þekkti ekkert annað Nú átti ég ekkert eftir nema öll litlu og dularfullu brotin úr fortíðinni sem voru eins og stakar nótur úr löngu gleymdri óperu.

Á næstu dögum var fyrsti stjórnarandstöðuflokkurinn stofnaður og foreldrar mínir ljóstruðu upp um sannleikann, sinn sannleika. Þau sögðu að landið mitt hefði verið fangelsi undir berum himni í næstum fimmtíu ár, Að háskólarnir sem fjölskydunni var svo tíðrætt um væru í raun annars konar stofnanir. Þegar talað var um að einhver úr fjölskyldunni hefði útskrifast úr háskóla voru þau í raun að meina að viðkomandi hefði verið sleppt úr fangelsi. Að ljúka prófgráðu var dulmál fyrir að afplána dóm.

Það var ýmislegt fleira sem Lea var upplýst um eftir að kommúnisminn í landinu var fallinn.

Ég fékk að vita að forsætisráðherrann fyrrverandi sem ég hafði alist upp við að hata og hét sama nafni og pabbi, bar ekki sama nafn fyrir tilviljun. Hann var langafi minn. Alla ævi hafði þetta nafn verið föður mínum þung byrði og slökkt drauma hans. Hann gat ekki lært það sem hann vildi læra. Hann varð að útskýra bakgrunn sinn. Hann varð að bæta fyrir mistök sem hann hafði aldrei gert og biðjast afsökunar á skoðunum sem hann aðhylltist ekki.

Lea hefði einnig þurft að gjalda fyrir bakgrunn föður síns hefði ríki kommúnismans í Albaníu ekki liðið undir lok.

Ég hefði líka þurft að gjalda fyrir móðurfjölskylduna, sögðu þau mér. Ég fékk að vita að papírsbátarnir sem mamma hafði gert með Hysen frænda og landið og verksiðjurnar og íbúðirnar sem hún hafði teiknað höfðu í raun tilheyrt fjöskyldu hennar áður en hú fæddist, áður en sósíalisminn kom og eigur þeirra voru gerðar upptækar. Mér var sagt að byggingin þar sem Flokkurinn var með aðalskrifstofu, sem við stóðum fyrir utan þegar pabbi útskýrði fyrst fyrir mér hvað íslamstrú væri, hefði líka einu sinni tilheyrt fjölskyldu minni.

Fyrir áhugafólk um frelsi og stjórnmál er fróðlegt að lesa í bók Ypi um umrótið sem fylgdi þjóðfélagsbreytingunum í Albaníu uppúr  1990 og 1997 þegar landið rambaði á barmi borgarastyrjaldar, um fólk á flótta, fjármálahrunið seint á áratugnum og ýmislegt fleira. Saga Leu er áhrifamikil og amma hennar Nini var fasti punkturinn í tilveru fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum, enda er bókin tileinkuð henni.

Ritstjórn ágúst 24, 2023 13:00