Þýðing þarmanna fyrir heilsu og vellíðan

Bengt Jeppsson

Á sænska heilsuvefnum www.hälsojungeln.com eru birt blogg um nýlegar rannsóknir í heilbrigðismálum. Þar segir að gríðarlegar rannsóknir séu í gangi á þýðingu þarmanna fyrir vellíðan okkar.  Slíkar rannsóknir séu hins vegar ekki nýlunda fyrir Bengt Jeppsson, sem hafi stundað þær í áratugi. Hann er heiðursprófessor og fyrrum yfirlæknir við háskólasjúkrahúsið á Skáni og við háskólann í Lundi. Hälsojungeln átti við hann stutt viðtal.

Getur þú sagt okkur frá rannsóknum á þýðingu þarmanna fyrir vellíðan fólks?

Við fengum áhuga á þarmaflórunni á níunda áratugnum, þegar við urðum þess vör að sjúklingar, sem lágu á bráðadeildinni með mörg illa starfhæf  líffæri, létust af blóðeitrun þó þeim væru gefin sýklalyf. Margir vísindamenn tókust á við þetta og líka við. Það lá fyrir að bakteríurnar sem ollu blóðeitruninni áttu rætur að rekja til magaþarmanna. Við neyddumst til að grípa til róttækra aðgerða – sýklalyf virkuðu ekki á þær. Svo við prófuðum að snúa þessu við og bættum bakteríum í þarmaflóruna í staðinn.  Við notuðum góðar bakteríur, svo sem mjólkursýrugerla. Þá er að finna í matvælum, til dæmis jógúrt og súrmjólk.

Bakteríustofnar þarmaflórunnar voru illa skilgreindir. Við eyddum því mörgum árum í að reyna að flokka magnið af mjólkursýrugerlum og finna hvers konar mjólkursýrugerlar eru í eðlilegri slímhimnu í þörmunum. Þeir lifa í þörmunum ef allt er eins og það á að vera, en sýklalyfjanotkun bælir þá, einnig lélegt fæði, streita og ýmislegt annað sem á rætur að rekja til nútíma lifnaðarhátta.

Hollt og hreint mataræði er alltaf mikilvægt

„Eftir tíu ára vinnu komumst við að því að ákveðnir mjólkursýrugerlar finnast í miklu magni í heilbrigðum þörmum. Við prófuðum að gefa fólki gerlana í drykkjarformi og öfugt við það sem margir héldu þá, og jafnvel enn þann dag í dag,  gátu vissir mjólkusýrurgerlar lifað af ferðina um meltingarveginn og komið sér þar fyrir. Mjólkursýrugerillinn Lactobacillus plantarum, stóð sig best og við ákváðum að vinna áfram með hann. Hann er að finna í Proviva og Probi Mage ( Probi Mage LP299V gerillinn fæst einmitt hér á landi: innskot þýðanda). Við höfum sýnt fram á það í mörgum rannsóknum að ef menn auka skammtinn sem þeir taka af þessum gerlum er hægt að koma jafnvægi á þarmaflóruna á ný, hafi það raskast. Þannig er hægt að draga úr skaðsemi annarra baktería sem geta valdið sjúkdómum, um leið og slímhimnan í þörmunum styrkist og bólga eða sýking minnkar.

Á hvern hátt geta rannsóknir þínar bætt heilsu almennings?

„Auknar bólgur eru algengar í þeim sjúkdómum sem herja á okkur í dag, til dæmis hjartasjúkdómum, sykursýki, háum blóðþrýstingi, króniskum þarmabólgum, MS, ofnæmi og fleirum. Bólga myndast oft í þörmunum vegna þess að þarmaflóran hefur raskast og bakteríur sem valda sýkingum verða of fyrirferðarmiklar. Streita veldur sýkingum og raskar jafnvæginu í þarmaflórunni.

Hvað segja rannsóknarniðurstöður þínar að sé mikilvægast til að halda þörmunum heilbrigðum?

„ Með því að borða fjölbreyttan mat með miklum trefjum, er hægt að halda þarmaflórunni í jafnvægi og láta sér líða vel. Ef það gengur ekki, eins og gerist til dæmis þegar fólk skiptir um mataræði, fer á sýklalyf eða fer til útlanda, er hægt að ná jafnvægi í þarmaflóruna aftur með því að taka inn til þess gerða gerla. Það höfum við alltaf gert, svo sem með því að súrsa matinn, til að auka geymsluþol hans. Við gerum þetta ekki í sama mæli í dag og fáum þess vegna ekki jafn mikið af lifandi bakteríum inní meltingarkerfið og forfeður okkar fengu.

Og tekið er fram í lok viðtalsins að þetta hafi verið stutt kynning á mjög spennandi rannsóknum, sem séu í miklum uppgangi umþessar mundir. Hægt er að fá meiri upplýsingar um rannsóknir Bengts Jeppsons, með því að smella hér.

 

 

Ritstjórn maí 23, 2017 10:54