Til tannlæknis hinum megin á hnettinum

Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar

Sigurður Finnsson

Undanfarið ár hef ég aldrei hitt fleiri manneskjur sem hafa verið í Ungverjalandi eða Póllandi. Þegar ég spurðist fyrir um ferðalögin kom í ljós að næstum allir höfðu haldið þangað til að fá titan pinna í munninn eða láta smíða í sig tannbrú. En nú býðst nýr valkostur fyrir þá sem vilja fá tannplant: Tannlæknamiðstöð í Vietnam. Sigurður Finnsson er talsmaður fyrirtækisins elitedental.com á Íslandi. Ég spyr Sigurð fyrst, hvers vegna Viet Nam?

Er þetta ódýrari kostur en í þeim löndum sem ég nefndi hér að ofan?
Já kostnaðurinn við tannlækningarnar sjálfar er að jafnaði um 30% ódýrara en í þeim löndum sem þú nefndir. Þá er kostnaður við gistingu og annað uppihald umtalsvert lægri í Víetnam en í þeim löndum einnig. Vissulega er ferðalagið bæði lengra og dýrara en til Póllands og Ungverjalands en ferða- og uppihaldskostnaður jafnar sig út á um það bil 10 dögum. Eftir stendur að tannlækningarnar sjálfar eru mun ódýrari þannig að heildar kostaður við tannviðgerðirnar er á pari og jafnvel ódýrari en þeir valkostir sem þú hefur nefnt.

Hversu margir Íslendingar standa að baki fyrirtækinu?
Það er ég, Sigurður Finnson, sem er umboðsaðili fyrir Elite Dental á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Eftir að hafa sjálfur nýtt mér tannlæknaþjónustu í Ungverjalandi og orðið vitni að þeirri gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í ferðum Íslendinga þangað síðan 2017, þá fór ég að skoða hvaða aðrir möguleikar væru í tannlækninga ferðamennsku. Eftir um árs rannsóknarvinnu hef ég komist að því að Víetnam stendur uppúr hvað varðar gæði þjónustu og verðlagningu.
Elite Dental er alfarið í eigu Víetnama. Það er bara ég sem stend að baki fyrirtækinu sem þjónustar Íslendinga og aðra við að fara í tannlækningar til Víetnam.

Enginn fer út til að laga eina tönn

Vinna einhverjir Íslendingar á miðstöðinni?
Nei það er engin Íslendingur sem vinnur hjá Elite Dental. Sérfræðingarnir, tannlæknar og annað starfsfólk er Víetnamar. Allt starfsfólk hefur fengið mjög mikla faglega þjálfun, tannlæknarnir með menntun og reynslu sem gerir þá mjög hæfa og sérfræðingar þeirra hafa allir fengið sérfræðimenntun sína og þjálfun í Bandaríkjunum eða Frakklandi.

Tannlæknastofur Elite Dental eru vel úr garði gerðar

Hvað tekur langan tíma að komast til Viet Nam frá Íslandi og þótt aðgerðir ykkar séu ef til vill ódýrari, verður þetta ekki jafn dýrt ef ekki dýrara en að fara í slíka meðferð í Evrópu?
Það má reikna með 3 til 4 tímum í flug frá Íslandi til tengiflugs í Evrópu. Svo er það aðeins mismunandi eftir því hvaða leið fólk fer hversu langt flugið er frá Evrópu til Víetnam. Stystu flug eru um 17 til 20 tímar og yfirleitt með einu stoppi.
Eins og ég gat hér áðan þá er ferðalagið vissulega lengra og dýrara. Hvað varðar verðið þá jafnar ferða- og uppihalds kostnaður sig út á um 10 dögum, samanborið við t.d. Ungverjaland. Enginn er að fara í slíkar ferðir bara til að gera við eina tönn. Flestir eru að fara í umtalsverðar aðgerðir eins og tannplanta eða brýr. Þær ferðir eru sjaldan styttri en 10 dagar. Ferða og uppihaldskostnaður jafnar sig því oftast upp og heildarkostnaður því á pari eða ódýrari í Víetnam.

Hafa einhverjir Íslendingar nú þegar komið til ykkar?
Nei ekki ennþá. Það er svo stutt síðan að við hófum að kynna þennan möguleika og það tekur yfirleitt nokkurn tíma fyrir fólk að taka endanlega ákvörðun um slíka ferð. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir sem verið er að vinna í.

47% lægra verð á postulínskrónu en í Evrópu

Geturðu sagt mér kostnað til dæmis við hvern tannplanta?
Samkvæmt verðskrá tannlæknastofu í Ungverjalandi er verð á gegnheilli postulínskrónu 550 Evrur. Samkvæmt tilboði frá Elit Dental í Víetnam, sem við höfum fengið fyrir okkar viðskiptavini, þá er verð á gegnheilli postulínskrónu 292 Evrur. Það er um 47% lægra verð. Þess ber að geta að um nákvæmlega sömu efni er að ræða sem notuð eru í báðum tilfellum.

Ég sé að þið eruð líka með barnatannlækningar?
Já Elite Dental er tannlæknastofa með heildstæða þjónustu jafnt fyrir Víetnama sem erlenda aðila. Hefðbundnar tannlækningar eins og reglubundið eftirlit, hreinsun tanna (tannsteinn), barnatannlækningar og önnur minniháttar tannlækningaþjónusta er í boði ásamt flóknari og umfangsmeiri tannlækninga aðgerðum eins og tannplöntum.

Hvar kemur þú inn í fyrirtækið?
Eins og áður segir þá hafa rannsóknir mínar á möguleikum í tannlækninga ferðamennsku leitt mig til Elite Dental. Við höfum gert með okkur samning um að ég sé umboðsaðili þeirra hér á Íslandi sem og nágrannalöndum okkar, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

Hvert getur fólk leitað sem vill komast í meðferð hjá ykkur?
Fólk getur kynnt sér þjónustu Elite Dental með því að fara inn á heimsíðu þeirra, sem við höfum íslenskað, www.elitedental.is Þá höfum við einnig komið okkur upp Facebook síðunni Elite Dental Ísland (https://www.facebook.com/elitedentalisland/). Ef fólk hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar eða fá tilboð í tannlækningar þá má senda á okkur fyrirspurn á iceland@elitedental.com.vn

 

 

 

Ritstjórn október 10, 2019 08:07