Tími vorhreingerninganna er runninn upp

Dagur jarðar verður haldinn hátíðlegur þann 22. apríl. Það er því er ekki úr vegi að nota tækifærið til að taka til á heimilinu og henda því sem er útrunnið. Lifðu núna fann þessa grein á aarp.com og staðfærði.

Spilliefni

OLYMPUS DIGITAL CAMERAFargaðu spilliefnum. Úðabrúsum, rafhlöðum og málningu þarf að farga á viðeigandi hátt svo þessir hlutir mengi ekki umhverfi okkar. Á höfuðborgarsvæðinu veitir Sorpa upplýsingar um hvernig hægt er að losna við spilliefni. Á gámastöðvunum eru sérstakir gámar þar sem hægt er að losa sig við spilliefni. Hægt er að losa sig við rafhlöður á bensínstöðvum og smurstöðvar taka við mótorolíu og frostlög.

Gamalt og mengað plast

Losið ykkur við plastumbúðir og plastdollur sem bera endurvinnslukóða 3 eða 7. Kóðinn er í þríhyrningi á umbúðunum og inn í hann er kóðatalann rituð. Umbúðir sem eru með kóða 3 eða 7 gætu innihaldið efnasambandið BPA sem er efni sem getur valdið hormónabreytingum. Efnið getur borist í mat ef plastið er orðið gamalt, hefur verið örbylgjað eða þvegið í uppþvottavél. Skiptu þessum umbúðum út fyrir glerílát eða plast sem inniheldur ekki BPA.

Útrunnin og ónotuð lyf

Fargaðu útrunnum lyfjum. Ekki henda þeim í ruslið eða sturta þeim niður. Næsta apótek tekur við lyfjunum og sér til þess að þeim sé fargað á viðunandi hátt.

Gamla kryddið

Eldgamalt krydd drepur þig ekki en gerir lítið fyrir bragðlaukana. Sérfræðingar McCormic kryddframleiðandans segja að kryddblöndur endist í 1 til 2 ár, malað krydd endist í  1 til 3 ár og ómalað krydd endist í allt að 4 ár.

Forgengilegur farði

Gamall farði er kjörlendi fyrir bakeríugróður sem getur valdið sýkingum. Maskari er skammlífastur, næst á eftir kemur varagloss. Endurnýjaðu helstu snyrtivörur á sex mánaða fresti eða í versta falli einu sinni á ári.

Skítug linsuhulstur

Rannsóknir benda til 92 prósent linsuhulstra séu vanhirt. Bæði augnsérfræðingar og heilbrigðisyfirvöld halda því fram að skipta skuli um linsuhulstur reglulega, á eins til þriggja mánaða fresti. Þess á milli á að hreinsa þau daglega og láta þau þorna. Notið nýjan linsuvökva og bætið ekki á notaðan.

Niðursuðudósir

200px-TinCans-ThreeEf niðursuðudósirnar í skápnum eða búrinu voru keyptar á ofanverðri embættistíð Vigdísar forseta þurfa þær að fara í ruslið. Sérfræðingar segja niðursoðna ávexti og tómata endast í 18 mánuði en niðursoðið kjöt og niðursoðið grænmeti í  allt að fimm ár.

Svampur með sýklum

Skiptu um eldhússvampa og borðtuskur. Niðurstöður rannsókna leiða í ljós að tuskur og svampar innihelda ótrúlegan fjölda baktería .Til að draga úr sýklamengun í svampi má setja hann í svolítið vatn og örbylgja svo á fullum styrk í eina mínútu.

 

Ritstjórn apríl 15, 2015 11:53