Verða kölluð Bergþórslög

Halldóra Mogensen

Halldóra Mogensen, pírati og formaður velferðarnefndar Alþingis, mælti í gær á þingi fyrir tveimur frumvörpum um breytingar á lögum um almannatryggingar. Allur þingflokkur Pírata stendur að frumvörpunum. Annað þeirra snýr að afnámi svokallaðrar krónu á móti krónu skerðingar lífeyrisgreiðslna vegna atvinnuþátttöku eldra fólks. Litlar umræður urðu um málið á Alþingi, einungis tveir þingmenn auk Halldóru tóku til máls, þeir Ólafur Ísleifsson Flokki fólksins og Axel Björn Bulow Stefánsson varaþingmaður Framsóknarflokks, báðir lýstu þeir yfir stuðningi við frumvörpin sem fara nú til umfjöllunar í velferðarnefnd og til annarrar umræðu í þinginu Sjá hér

Á heimasíðu Pírata kemur fram að verði frumvörpin að lögum lögum skuli kalla þau Bergþórslögin, í höfuðið á Bergþóri Heimi Þórðarsyni sem hefur um árabil tekið þátt í grasrótarstarfi Pírata og átti frumkvæði að því að hefja vinnu við frumvörpin. Bergþór hefur verið öryrki í 15 ár og segir breytingar á almannatryggingakerfinu, sér í lagi til réttindabóta fyrir lífeyrisþega, sé það sem drífi hann áfram í stjórnmálum. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég er í pólitík,” segir Bergþór.

Sjá ennfremur Verður króna á móti krónu skerðingin afnumin

Ritstjórn febrúar 8, 2018 07:58