Tengdar greinar

Yngra fólk er mest á móti hækkun eftirlaunaaldurs

Prósent gerði nýlega könnun þar sem fólk var spurt út í hækkun eftirlaunaaldurs á Íslandi, úr 67 árum í 70 ár.  Almennt var viðhorfið til hækkunar ellilífeyrisaldursins neikvætt. Þannig voru 57% aðspurðra andvíg eða neikvæð gagnvart hækkun í 70 ár, en 22% voru jákvæð. Þeir sem svöruðu hvorki né, voru 21%.

Afstaða landsmanna til hækkunar eftirlaunaaldurs

 

 

Karlar voru enn andvígari hækkun eftirlaunaaldurs en konur, 60% karla sögðust neikvæðir, á móti  53% kvenna.

 

 

 

Það vekur athygli að svarendur í aldurshópnum 18-24 ára eru einna mest á móti hækkun eftirlaunaaldurs. 70% þeirra segjast neikvæð í afstöðu sinni til málsins

Afstaða til hækkunar eftirlaunaaldursins er nokkuð mismunandi eftir aldri

Helmingur þeirra  sem er 65 ára og eldri, er að vísu líka neikvæður gagnvart hækkun eftirlaunaaldurs, en hann er samt sem áður minnst neikvæður ef litið er til annarra aldursópa. Aldurshópurinn 35-40 ára er hins vegar jákvæðastur í garð hækkunarinnar, 27% hans segist vera jákvæður gagnvart því að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður.

Framkvæmd könnunarinnar var þannig.

Gögnum var safnað frá 11. Til 25.maí 2023

Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.

Úrtak: 2000 einstaklingar 18 ára og eldri.

Svarhlutfall 51,5%

Ritstjórn júní 2, 2023 14:39