Nú er allt ferska grænmetið í hillum verslana og þá fá margir þörf fyrir að búa til heitar súpur. Þær eru oft enn betri daginn eftir svo tilvalið er að búa til tvöfaldan skammt. Hér er uppskrift að einni skotheldri:
500 g ferskt brokkólí
1 laukur, saxaður
1 l vatn
1 grænmetisteningur
2 msk. ólífuolía
1 msk. hveiti
1 1/2 dl rjómi
1 bolli rifinn óðoðalsostur, hér er líka gott að nota emmentahl ost
nýmalaður svartur pipar
Setjið vatnið í pott og sjóðið brokkólíið í 5 mínútur. Takið þá frá um 200 g af því og geymið. Bætið lauknum í pottinn ásamt grænmeisteningnum og sjóðið áfram í 15 mínútur. Takið súpuna af hitanum og maukið, t.d. með töfrasprota í pottinum. Hrærið saman hveiti og olíu og bætið út í súpuna til að þykkja hana. Sjóðið hana áfram í 2 mín. eða þar til hún þykknar. Bætið því næst rjóma, pipar og rifnum osti út í og hærið á meðan osturinn bráðnar en látið ekki sjóða. Látið snöggsoðna brokkólíið út í og berið fram með góðu baguette brauðsneiðum.