Larry Jaffee mætir á Borgarbókasafnið Grófinni miðvikudaginn 21. janúar og segir frá endurkomu vínylplötunnar og nýju fyrirtæki sem framleiðir plötur úr óvenjulegu hráefni.
Ein ólíklegasta endurkoma aldarinnar hefur verið upprisa vínylplötunnar. Flestir höfðu verið búnir að afskrifa þetta form seint á síðustu öld en fregnir af dauða plötunnar voru stórlega ýktar. Síðustu tvo áratugi hafa þær orðið vinsælli með hverju árinu.
Larry Jaffee, höfundur bókarinnar Record Store Day: The Most Improbable Comeback, ætlar að ræða upprisu vínylplötunnar á Borgarbókasafninu Grófinni miðvikudaginn 21. janúar.
Auk þess mun Larry segja frá spennandi nýsköpunarverkefni, Thermal Beets, fyrstu plötuframleiðslunni á Íslandi síðan á níunda áratug tuttugust aldar. Þar verða plöturnar þó ekki búnar til úr vínylplasti heldur sykurrófum! Larry er einn af stofnendum Thermal Beets og Making Vinyl og hefur því frá ýmsu áhugaverðu að segja.
Nánar um viðburðinn á heimasíðu Borgarbókasafnsins:







