Óvinirnir eru birta, hiti og súrefni

Ilmvötn eru flóknar efnablöndur, samsett úr allt að fimmhundruð mismunandi efnasamböndum. Það er ekki sama hvernig ilvötn eru geymd. Best er að geyma þau í ísskáp eða ofan í skúffu í frekar svölu herbergi. Eftir notkun verður að gæta þess að loka glösunum vel til að koma í veg fyrir uppgufun. Sól og hiti og súrefni eru óvinir ilmvatna. Hitinn skemmir innihaldsefnin og ilvötnin skemmast fyrr. Ef að ilmurinn er farinn að breytast, ferskleikinn horfinn og lyktin orðin sterkari þá er líklega komin tími á glasið. Líftími ilmvatna er talin eitt og hálft ár til tvö.

Vandi að velja rétta ilminn

Það ætti enginn að stökkva út í búð og kaupa sér nýtt ilmvatn. Það tekur tíma að velja nýjan ilm. Ekki vera með ilmvatn þegar þið prófið nýjan ilm, ef það er einhver sem heillar, komið þá við í búðinni og setjið hann á ykkur. Lyktin breytist þegar búið er að bera hana á hörundið. Athugið svo eftir svo sem einn klukkutíma hvernig ykkur finnst lyktin. Eftir tvo, þrjá tíma ætti sá sem er að prófa ekki að finna neina lykt af ilminum en þeir sem eru í kringum hann ættu að finna ilminn. Takist þetta er hinn fullkomni ilmur fundinn.

 Mismunandi angan

Ilmvötn anga mismunandi á mismunandi fólki. Húð okkar er með einstaklingsbundna efnasamsetningu sem ræðst af erfðum og lifnaðarháttum. Það hefur áhrif á magn og samsetningu af vatni, fitusýrum, söltum, sykurefnum, prótínum og hárum á húðinni. Allt eru þetta þættir sem verka á hvernig ilmefnin bindast húðinni og hve hratt þau gufa upp.Ilmvötn mega ekki fara í föt því það geta komið blettir undan þeim, þau geta sömuleiðis lýst upp föt. Ef einhver er hugsa um að fá í ilmvatnlykt í fötin sín er best að bera ilminn í servíettu eða setja hann á vasaklút og stinga í vasann.

 

Ritstjórn september 4, 2015 12:35