Sakamálasögur – algjör nautnalestur
Íslenskum sakamálahöfundum fjölgar með hverju árinu sem líður og því ber sannarlega að fagna. Sakamálasögur eru stórskemmtileg bókmenntagrein og lestur þeirra fín hugarleikfimi því ósjálfrátt fer lesandinn að glíma við gátuna, leita að vísbendingum og leggja saman tvo og tvo.