Ástin í lífi Coco Chanel
Arthur „Boy“ Capel var stóra ástin í lífi Coco Chanel. Margir telja að C-in tvö í merki tískuhússins standi fyrir Capel og Chanel en séu ekki upphafsstafir Coco, enda kom það seinna að hún fór að kalla sig því nafni.
Tískuhönnuðnum Chanel er jafnan þakkað það að konur fóru almennt að ganga í buxum. Hún er líka höfundur litla svarta kjólsins en flestar konur eiga einn slíkan í fataskápnum. Sjaldnar er þó talað um að Chanel varð fyrst til að