Tengdar greinar

Áttu rétt á húsnæðisbótum?

Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar geta leigjendur sótt um húsnæðisbætur. Þetta kerfi tók við eftir að húsleigubætur voru lagðar niður. Á vefnum er að finna greinargóðar upplýsingar um hverjir eiga rétt á slíkum bótum, hvað menn þurfa að gera til að fá þær og hvaða gögn þurfa að fylgja umsóknum um bætur. Þar er einnig að finna reiknivél sem aðstoar fólk við að reikna út bótafjárhæð sína eftir að það hefur sótt um og gefið allar upplýsingar um fjárhagstöðu sína, fjölskylduhagi og leigufjárhæð.

Eldra fólk í leiguhúsnæði á almennum markaði eða í þjónustuíbúðum á vegum leigufélaga eða búseturéttarfélaga uppfyllir oft þau skilyrði sem þarf til að fá húsnæðisbætur. Hér má finna upplýsingar um húsnæðisbætur, hvernig sækja á um þær og hvaða gögn þurfa að fylgja slíkum umsóknum.

https://island.is/umsokn-um-husnaedisbaetur

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.

Ritstjórn júlí 25, 2024 07:00