Borgarstjórnarkosningar 2018

Lifðu núna hefur ákveðið að gefa öllum framboðum sem bjóða fram í Reykjavík kost á að skrifa eina grein um málefni eldra fólks og hvað hver flokkur ætlar að gera fyrir þennan hóp á næsta kjörtímabili. Greinarnar birtast í sérstöku hólfi á síðunni undir yfirskriftinni Aðsendar greinar. Flokkarnir hafa fengið frjálsar hendur um hverju þeir vilja helst koma á framfæri og hverjir skrifa greinarnar, en miðað er við að hver grein sé ekki lengri en 400 orð. Lifðu núna hafa nú þegar borist greinar frá sex flokkum og fjórar þeirra birtast í dag, nýjar greinar munu svo líta dagsins ljós í næstu viku. Greinarnar verða aðgengilegar á vef Lifðu núna fram yfir kosningar en hægt verður að fletta þeim upp á síðunni hafi fólk áhuga á að lesa þær síðar og sjá hverjar efndirnar verða á kosningaloforðunum. Framboðin eru mörg og við hvetjum þá sem bjóða fram, til að hafa samband við okkur og senda okkur greinar fyrir kosningarnar.

 

 

 

Ritstjórn maí 14, 2018 10:37