Því ekki að skreppa í berjamó og nýta það sem landið hefur uppá að bjóða. Smyrja nesti og bjóða barnabörnunum með? Mörgum krökkum finnst það ævintýri líkast að fara í ber. Krækiber eru bragðgóð og það er hægt að nýta þau í saft, hlaup, borða þau eintóm, setja þau í salöt eða út á skyr. Svo má nota þau í bakstur. Hér eru tvær uppskriftir þar sem krækiber eru í aðalhlutverki. Uppskriftirnar fundum við á vefnum Króm. Slóðin er hér
Krækiberjahlaup
1,5 kg. krækiber
1,4 kg. sykur
0,3 kg. vatn
2 pk. Pectínal
Krækiber og vatn soðið og síðan sigtað. Sykrinum bætt í safann og soðið í 10 mín. Pectínal sett út í og soðið í 5 mín. Hellt á krukkur.
Krækiberja-Chutney :
600 gr krækiber
1 rauðlaukur, saxaður
2 ½ cm bútur af engiferrót, rifinn
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1-2 epli, afhýdd og söxuð
1 dl vínedik
2 ½ dl púðursykur
1 tsk sinnepsfræ
½ tsk salt
1 dl rúsínur
Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur.