Breytingaskeiðið í augum Danielle Howard

“Ég man vel eftir skapsveiflunum og hitakófunum. Einn daginn var ég upprifin og lifandi og naut hverrar mínútu. Næsta dag ver ég reiðubúin að sparka í þá sem ég elskaði eða við það að gráta af því kvöldverðurinn var ekki eins góður og ég hafði vonað.

Hormónasveiflur

Ég leit á hitamælinn og klæddi mig í samræmi við veður dagsins. Þá tók innri hitamælir minn skyndilega yfir og ég var  allt of mikið klædd þótt úti væri kaldur dagur.

Svo eru góðir dagar líka þegar góðu hormónin, dopamine og oxytocin, losna úr læðingi og önnur hormón eru í jafnvægi en ég  þarf líka að klára mig á erfiðu tímunum með augun á ljósinu við enda gangnanna í þeirri vissu að þeir munu líka ganga yfir.

Aðferðirnar sem við notum til að sættast við breytingar á líkamlegu ástandi okkar sem aldurinn færir okkur getum við fært yfir á breytingar á fjárhagslegu umhverfi okkar. Íhugið þessar fjórar leiðir þegar “breytingin” heldur innreið sína. Og vert er að hafa í huga að það sleppur enginn við náttúrlegar breytingar á líkamanum sem aldurinn færir okkur en hann færir líka svo margt annað og þá er betra að vera vel undirbúinn! Og munið að breytingarnar hefjast allt frá 40 til 55 ára, bæði hjá körlum og konum.

Dragið andann djúpt

Inn um nefið og út um munninn. Takið vel eftir hvar súrefnið flæðir um líkamann. Einbeitið ykkur um leið að fjárhagslegri stöðu ykkar og látið gerðir ykkar umfram allt vera fyrirbyggjandi en ekki vera bara viðbrögð við vandamálum nákvæmlega eins og þegar um heilsuna er að ræða.

Lítið á eignir ykkar heildrænt eins og heilsuna, ekki bara á fjárfestingar. Er eigið fé nægilegt? Eigið þið sparifé, fáið þið greiðslur úr almannatryggingum eða eftirlaunasjóði.

Dagbók þar sem skráð er niður það sem er gott og jákvætt getur breytt því hvernig við sjáum heiminn í kringum okkur. Sannið til!

Takið stjórnina á heilaþokunni

Skorið á heilann og lærið eitthvað nýtt um fjárhagslegt líf ykkar á hverjum degi. Það getur verið um breytinguna frá vinnuheiminum yfir í nýtt líf eftir vinnu.

Þú getur lært um fjárfestingar eða peningaflæði. Hægt er að læra um svokallaða hegðunarhagfræði sem hefur að gera með það hvernig heilinn vinnur með peningaupphæðir. Heillandi fag.

Stofnið bókaklúbb þar sem komið er saman mánaðarlega og fjárhagsleg málefni eru rædd. Finnið jákvætt umhverfi þar sem hópurinn kemur saman til að tala um peninga.

Forðist kveikjarana

Við vitum að áfengi er eitt af þessum kveikjurum og þegar fjárhagsleg málefni eru rædd er áfengið alltaf til óþurftar.

Þetta verður ekki auðvelt. Bægið frá fréttaflóðinu um heimsendaspár. Allar ákvarðanir, sem teknar eru, eiga að vera teknar á upplýstum grunni og ef kvíðinn læðist að er nauðsynlegt að slökkva á honum og halda sig við upprunalega áætlun. Og ef ekki er áætlun er nauðsynlegt að búa hana til.

Það er svo valdeflandi að skilja hvernig hlutirnir virka og hvaða möguleikar eru í stöðunni við að búa sér líf með engri eftirsjá. Viðurkennið þegar þið eruð þreytt, svöng, áhyggjufull eða reið. Neikvæðar tilfinningar hafa áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir.

Verum meðvituð

Við höfum val um það sem við látum ofan í okkur og hvernig við höldum líkamanum í góðu formi og getum gert það besta með það sem við höfum. Á sama hátt höfum við val um það hvernig við förum með peningana okkar svo það er eins gott að hugsa fyrst og velja vel.

Farðu yfir útgjaldaáætlun þína. Vertu hygginn og ákveddu sjálfur í hvað peningarnir fara í stað þess að spyrja eftir á hvert þeir fóru.

Það er alltaf hyggilegra að undirbúa en gera við eftir á. Það á við um heilsuna okkar en líka um fjárhagslega stöðu okkar eftir vinnu. Við vitum að fjárhagsleg staða flestra okkar breytist á þessum tíma og þá er betra að vera viðbúinn. Það eru margar lausnir í boði og um þær eru upplýsingar tilbúnar hjá ráðgjöfum bankastofnana eða félögum á borð við Félag eldri borgara á Íslandi. Verum fyrri til og undirbúum okkur. Látum stöðuna ekki verða að vandamáli heldur að máli til að leysa!

(Þýdd grein af vef sixtyandme.com)

 

Ritstjórn mars 17, 2020 11:22